Íslandsmót eldri kylfinga: Ragnheiður og Hjalti Íslandsmeistarar 50+ – Guðrún og Hannes Íslandsmeistarar 65+
Íslandsmót eldri kylfinga þ.e. 50+ og 65+ beggja kynja, fór fram á Leirdalsvelli, heimavelli GKG, dagana 27.-29. júní sl.
Keppendur voru alls 122 og voru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Í kvennaflokki voru 46 keppendur og 76 í karlaflokki.
Í kvennaflokki 50+ sigraði heimakonan Ragnheiður Sigurðardóttir naumlega, en hún átti 1 högg á Þórdísi Geirsdóttir, GK. Þetta er í 1. skipti sem Ragnheiður verður Íslandsmeistari 50+ María Málfríður Guðnadóttir varð í 3. sæti
Helstu úrslit í kvennaflokki 50+ voru eftirfarandi:
1 Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG 238 högg (+25) (78-82-78).
2 Þórdís Geirsdóttir, GK 239 högg (+26) (84-77-78).
3 María Málfríður Guðnadóttir GKG (+44) (85-88-84).
Í karlaflokki +50 ára sigraði Hjalti Pálmason, GM, með minnsta mun en þetta er fyrsti sigur hans í þessum flokki. Jón Karlsson, GR sem hafði titil að verja var einu höggi á eftir og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, Úlfar Jónsson, GKG, varð þriðji.
Helstu úrslit í karlaflokki 50+ voru eftirfarandi:
1 Hjalti Pálmason, GM 217 högg (+4) (74-72-71).
2 Jón Karlsson, GR 218 högg (+5) (69-80-69).
3 Úlfar Jónsson, GKG 220 högg (+7) (77-73-70).
Guðrún Garðars, GR sigraði í kvennaflokki +65 ára í spennandi keppni en Elísabet Böðvarsdóttir, GKG, var höggi á eftir Guðrúnu.
Helstu úrslit í kvennaflokki 65+ voru eftirfarandi:
1 Guðrún Garðars, GR 259 högg (+46) (88-87-84).
2 Elísabet Böðvarsdóttir, GKG 260 högg (+47) (87-82-91).
3 Stefanía Margrét Jónsdóttir, GR 276 högg (+63) (92-88-96).
Hannes Eyvindsson; GR, sigraði í karlaflokki +65 ára en hann var tveimur höggum betri en Sæmundur Pálsson úr GR. Hannes varð þrívegis Íslandsmeistari í golfi á árunum 1978-1980.
Helstu úrslit í karlaflokki 65+ voru eftirfarandi:
1 Hannes Eyvindsson, GR 236 högg (+23) (76-77-83).
2 Sæmundur Pálsson, GR 238 högg (+25) (80-82-76).
3 Sigurður Aðalsteinsson, GSE 240 högg (+27) (79-80-81).
Sjá má öll úrslit úr Íslandsmóti eldri kylfinga í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:
Í aðalmyndaglugga: f.v. Hannes, Guðrún Ragnheiður og Hjalti. Mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024