Ólympíuleikar 2024: Hvaða karlkylfingar eru líklegastir til að hljóta gull? (seinni grein)
Nú fer Ólympíukeppnin í golfi að byrja á morgun. 60 karlkylfingar slást um gull, silfur og brons.
Í fyrri grein voru taldir upp þeir 10 kylfingar sem Golf1.is telur líklegustu kandídata til þess að hljóta Ólympíugullið – Gott ef allir þeir, sem lenda í verðlaunasætum á Olympíuleikunum, hafi ekki verið taldir í þeirri grein. En það þarf þó ekki að vera.
Það er alltaf smá vafi – það er einfaldlega mikið af hæfileikaríkum kylfingum og hér verða taldir aðrir 10 sem Golf 1 telur líklega til að lenda á verðlaunapalli og aðrir 5, sem e.t.v. er fjarstæðukenndara að þeir lendi þar, en gætu komið á óvart.
Hvað sem öðru líður þá er Golf 1 alveg viss um að einhver af þeim 25 kylfingum, sem taldir hafa verið í báðum greinum muni verma sætin þrjú eftirsóknarverðu.
Hverjir eru líklegir á verðlaunapall, ólíklegri til að hreppa gullið og þyrftu e.t.v. meiri heppni en fyrrgreindir 10 ?
1 Tommy Fleetwood. England. Hann sigraði á Opna franska 2017, en hann hefir ekki spilað í Frakklandi frá því að hann komst ekki í gegnum niðurskurð þar 2018. Eins virðist honum hafa farið aftur eftir sterka innkomu í byrjun sumars, en hann átti 6 mót í röð þar sem hann var ekki verri en T-26; en síðan varð hann T-34 á Opna skoska og komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska.
2 Hideki Matsuyama. Japan. Lítið hefir farið fyrir honum, en hann er bestur á PGA í stutta spilinu og það gæti komið honum vel.
3 Sepp Straka, Austurríki: Hann átti góða viku á Troon, þar sem hann endaði T-22. Að vera á braut og nálægt pinna, þannig vinnur Straka fyrir kaupinu sínu.
4. Joaquin Niemann, Chile: Það verður að líta framhjá T-58 árangri hans á Troon; Le Golf National í París er mun meira að hans skapi. Hann er nokkuð nákvæmur í lengdum og er sterkur í járnaspili og stuttu spili.
5. Thomas Detry, Belgía: Hann er búinn að vera ansi stöðugur með góð pútt í sumar. Þar að auki hefir hann sýnt að Le Golf National hentar honum. Hann hefir orðið T-8 og T-16 á Le Golf National á síðustu 6 árum frá 2018 að telja.
6. Matthew Fitzpatrick, England: Bara einn topp-10 árangur fyrir Masters á árinu; þó að honum hafi gengið vel bæði með dræver og pútter. Hann varð T-27 í síðasta móti sínu, sem hann tók þátt í á Le Golf National, árið 2018.
7. Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríka: Honum gengur ekki vel á linksurum. Bezuidenhout dró sig úr Opna skoska og komst ekki gegnum niðurskurð á Opna breska. Hann var samt að dræva vel og blanda hans af nákvæmni í drævum, góðu stuttu spili sérstaklega púttum heldur honum í myndinni – á velli þar sem högglengd er ekki allt.
8. Viktor Hovland, Noregur: Hann á bara erfitt þessa stundina. Chip-in hans draga hann niður og eyða út öllu því góða sem gerist á öllum öðrum sviðum hjá honum. Hovland, sem er í 3. sæti á stigalista PGA, er í þann veginn að fara að renna niður listann. En kannski á hann séns á evrópskum skógarvelli.
9. Guido Migliozzi, Ítalía: Hann sigraði á Opna franska fyrir 2 árum, sigraði á KLM Open sl. júní og hefir náð sér aðeins á flug eftir að hafa tvívegis ekki komist í gegnum niðurskurð og með T-31 árangur á Troon.
10. Shubhankar Sharma, Indland: Hann er bara aftur að láta bæra á sér eftir T-5 árangur á Opna ítalska og T-19 árangur á Opna breska. Hann er ekki langur af teig, en beinn og setur púttin niður.
Hver gæti komið á óvart ?
1. Jason Day, Ástralía: Hann náði besta árangri sínum frá því á Wells Fargo með T-13 árangri á Troon. Pútt og stutt spil eru góð hjá honum og járnaspilið hans á Opna breska var það besta frá því á Pebble Beach.
2. Matteo Manassero, Ítalía: Honum hefir gengið vel undanfarið og hefir verið meðal topp-15 í 3 af 5 síðustu mótum, sem hann hefir spilað í og var T-31 á Troon. Járnaspilið hans er frábært; en hann þarf að bæta sig í púttum.
3. Victor Perez, Frakkland: Hann er sérlega góður að ná sér á strik úr röffi, sem gæti hjálpað honum á Le Golf National. Hann hefir verið ekki verri en T-12 í síðustu 6 mótum sínum, en hann náði ekki niðurskurði á báðum Opnu risamótunum.
4. Abraham Ancer, Mexikó: Hann leiðir á LIV í að vera á braut, en hann hefir ekki verið meðal topp-10 í síðustu 3 LIV mótum. Hann varð T-58 á Opna breska.
5. Thorbjorn Olesen, Danmörk: Hann var T-3 á Le Golf National 2017 og var T-20 og T-10 var á sl. 2 árum. En þetta er bara golf saga, því Olesen hefir ekki verið meðal efstu 10 í móti frá því að hann sigraði á Ras Al Khaimah Championship sl. janúar og hann hefir átt í erfiðleikum með sláttinn. En kannski er tími hans einmitt kominn nú? 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024