Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter A.C. Senior –– 31. júlí 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Peter Albert Charles Senior.

Hann er fæddur 31. júlí 1959  í Singapore og fagnar því 65 ára afmæli sínu í dag.

Senior gerðist atvinnumaður í golfi 1978. Hann hefir aðallega spilað á Ástralasíutúrnum (ens.: PGA Tour of Australasia).  Samtals hefir Senior sigrað í 35 alþjóðlegum mótum á golfferli sínum; þ.á.m á hann.: 21 sigur á Ástralasíutúrnum, 4 sigra á Evróputúrnum og 3 sigra á Japan Golf Tour.

Senior býr á Hope Island í Queensland ásamt eiginkonu sinni June, sem hann kvæntist 1984. Þau eiga 3 uppkomin börn:  Krystlle, Jasmine og Mitchell. Senior finnst gaman að lesa og veiða í frístundum sínum og verja tíma með fjölskyldunni.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Víðir Jóhannsson, 31. júlí 1955 (69 ára); Þorvaldur Í. Þorvaldsson 31. júlí 1957 (67 árs); Peter Albert Charles Senior, 31. júlí 1959 (65 ára); Hss Handverk, 31. júlí 1966 (58 ára); Árni Snævarr Guðmundsson, 31. júlí 1967 (57 árs); Helgi Birkir Þórisson, GSE (49 ára); Kolbrún Rut Evudóttir, 31. júlí 1996 (28 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is