Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2024 | 21:00

Ólympíuleikar 2024: Hideki Matsuyama leiðir eftir 1. dag

Það er japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, sem leiðir eftir 1. dag golfkeppninnar á Ólympíuleikunum, degi þar sem skor á Le Golf National voru lág.

Matsuyama kom í hús á 8 undir pari, 63 höggum.

Hann átti 2 högg á þann sem næstur var, en það er ríkjandi Ólympíumeistari Xander Schauffele. Schauffele lék á 6 undir pari, 65 höggum.

Í 3. sæti eftir 1. dag eru síðan 3 kylfingar, allir á samtals 5 undir pari, 66 höggum :  Joaquin Niemann frá Chile, Tom Kim frá S-Kóreu og Argentínumaðurinn Emiliano Grillo.

Sjá má stöðuna á Ólympíuleikunum í golf karla með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Hideki Matsuyama á 14. teig í dag á Le Golf National.