Frá Katlavelli á Húsavík. Mynd: GH.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2024 | 20:30

GH: Birna Dögg og Agnar Daði klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbs Húsavíkur (GH) fór fram dagana 10.-13. júlí 2024.

Þátttakendur, sem luku keppni,  voru 19 og kepptu þeir í 4 flokkum.

Klúbbmeistarar GH 2024 eru þau Birna Dögg Magnúsdóttir og Agnar Daði Kristjánsson.

Vegna veðurs var ákveðið að aflýsa keppni á lokadegi mótsins, en þá var bæði rok og rigning.

Lokahóf var haldið í golfskálanum og sigurvegurum fagnað.

Sigurvegarar á meistaramóti GH 2024

Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: en þau helstu eru hér að neðan:

1. flokkur karla
1 Agnar Daði Kristjánsson 235 (79 75 81)
2 Unnar Þór Axelsson 247 (78 80 89)
3 Gunnlaugur Stefánsson 253 (84 86 83=

Kvennaflokkur 
1 Birna Dögg Magnúsdóttir 244 (80 81 83)
2 Birna Ásgeirsdóttir 306 (103 97 106)

2. flokkur karla 
1 Magnús Guðjón Hreiðarsson 256 (85 83 88)
2 Reynir Örn Hannesson 267 (91 86 90)
3 Methúsalem Hilmarsson 268 (85 83 100)

Punktaflokkur (spilaðar 18 holur)
1. Hulda Þórey Garðarsdóttir 33 punktar (fleiri á síðustu 6 holunum)
2. Kristján Stefánsson 33 punktar
3. Dóra Ármannsdóttir 31 punktur (fleiri a síðustu 9)

Í aðalmyndaglugga: Frá Katlavelli á Húsavík. Mynd: GH.