Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2024 | 08:00

GÓS: Gréta Björg og Eyþór klúbbmeistarar 2024

Meistaramót Golfklúbbsins Ós á Blönduósi fór fram á Vatnahverfisvelli dagana 5.-6. júlí sl.

Skráðir þátttakendur voru 9 en af þeim luku 7 keppni og kepptu þeir í 3 flokkum.

Klúbbmeistarar eru þau Gréta Björg Lárusdóttir og Eyþór Franzson Wechner.

Sjá má öll úrslit í meistaramóti GÓS 2024 hér að neðan:

Meistaraflokkur karla:
1 Eyþór Franzson Wechner 170 (86 84)
2 Jón Jóhannsson 171 (89 82)

Meistaraflokkur kvenna:
1 Greta Björg Lárusdóttir 231 (119 112)
2 Jóhanna Guðrún Jónasdóttir 250 (123 127)

1. flokkur karla:
1 Grímur Rúnar Lárusson 198 (103 95)
2 Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson 213 (104 109)
3 Kristmundur Valberg 219 (110 109)