Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2024 | 19:00

Ólympíuleikarnir 2024: Tveir efstir e. 3. dag

Það eru Xander Schauffele og Jon Rahm, sem eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á Ólympíuleikunum.

Báðir eru búnir að spila á 14 undir pari, 199 höggum; Rahm (67 66 66) og Schauffele (65 66 68).

Næstur er Tommy Fleetwood, aðeins 1 höggi á eftir, er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (67 64 69).

Daninn Nicolai Højgaard er hástökkvari dagsins, fór upp um heil 26 sæti eftir að hafa skilað lægsta skori dagsins, glæsilegum 62 höggum. Hann deilir nú 4. sætinu ásamt forystumanni fyrri tveggja daga, Japanans Hideki Matsuyama, báðir á samtals 11 undir pari, 3 höggum frá Rahm og Schauffele.

Sjá má stöðuna í golfkeppni karla á Ólympíuleikunum fyrir lokahringinn að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: