Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2024 | 07:00

GA: Sigþór með ás!!!

Hann 18. júlí sl. fór Sigþór Haraldsson holu í höggi á 8. braut Jaðarsvallar.

Áttunda braut Jaðarsins er par-3 153 m af bláum teigum og 166 m af gulum.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Sigþór fer holu í höggi.

Meðspilarar hans voru þeir Bjarni Einar, Jón Ragnar og Ólafur Elís  og er þetta  í annað skiptið sem Ólafur Elís verður vitni af holu í höggi á Jaðarsvelli í sumar. Sannkölluð lukka að hafa þann spilara með sér!

Golf 1 óskar Sigþóri innilega til hamingju með ásinn og inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!

Í aðalmyndaglugga á facebook síðu: Sigþór Haraldsson.