Hvaleyrarbikarinn 2024: Tómas og Hulda Clara efst e. 2. dag
Baráttan um sigurinn í Hvalerarbikarnum í golfi harnaði verulega á öðrum keppnisdegi í dag í Hafnarfirði en mótið fer fram hjá Golfklúbbnum Keili. Framundan er mikil spenna á lokadeginum á morgun í báðum flokkum.
Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar kann vel við sig á Hvaleyrinni og náði efsta sætinu í dag af Evu Kristinsdóttur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Eva náði sér ekki á strik og lék á 80 höggum eftir að hafa átt mjög góðan hring í gær á 70 höggum. Hulda nýtti sér það og lék á 73 höggum og bætti sig um þrjú högg milli daga. Berglind Erla Baldursdóttir einnig úr GM komst upp að hlið Evu með hring upp á 76 högg. Þær eru aðeins höggi á eftir Huldu fyrir lokahringinn og ljóst að allt getur gerst í kvennaflokknum á morgun.
Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur er efstur í karlaflokki enda setti hann glæsilegt vallarmet í gær og var þá kominn sjö högg undir par. Framan af í dag virtist hann líklegur til að stinga af en rak sig á að síðari níu holurnar geta bitið frá sér á Hvaleyrinni. Tómas fékk sex fugla á fyrstu 10 holunum og var þá samtals á þrettán undir pari sem er glimrandi spilamennska eins og gefur að skilja. Eftir það fékk hann hins vegar fimm skolla og skilaði inn hring upp á 71 högg.
Hann hefur tveggja högga forskot á Jóhann Frank Halldórsson úr GR sem lék á 68 höggum í dag. Breki Gunnarsson Arndal úr GKG fór einnig undir 70 höggin og lék á 69 og er hann í þriðja sæti á þremur undir pari samtals en Tómas er á átta undir pari samtals.
Eins og í gær voru veðurguðirnir tillitssamir við kylfingana á mótaröðinni og skorið í mótinu er gott en síðari níu holurnar á Hvaleyrarvelli voru þó nokkuð erfiðar viðureignar fyrir marga. Þar hafa verið gerðar breytingar á vellinum og opnuðu tvær nýjar brautir fyrr í sumar og fleiri eru nýlegar frá undanförnum árum.
Úrslitin í mótinu ráðast á morgun og þá kemur einnig í ljós hverjir verða stigameistarar GSÍ árið 2024.
Áhugasömum er einnig bent á samfélagsmiðlana hjá Keili þar sem ýmislegt efni er að finna sem tengist Hvaleyrarbikarnum.
Smellið hér til að sjá myndir frá Hvaleyrarbikarnum
Sjá má stöðuna á Hvaleyrarbikarnum með því að SMELLA HÉR:
Texti: Ólafur Þór Ágústsson.
Í aðalmyndaglugga: Hulda Clara Gestsdóttir í Hvaleyrarbikarnum. Mynd: GK
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024