Sara María Guðmundsdóttir, Íslandsmeistari stelpna 14 ára og yngri 2024
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2024 | 19:00

Unglingamótaröðin 2024: Sara María varð Íslandsmeistari í stelpuflokki

Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur 14 ára og yngri fór fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi dagana 16.-18. ágúst 2024.

Aðstæður voru krefjandi fyrir yngstu afreksefni landsins – en töluverður vindur var á Seltjarnarnesinu alla þrjá keppnisdagana.

Í stelpuflokki 13-14 ára og yngri sigraði Sara María Guðmundsdóttir, GM, Elva María Jónsdóttir, GK, varð önnur og Katla María Sigurbjörnsdóttir, GR varð þriðja.

Leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessu móti.

1. Sara María Guðmundsdóttir, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 239 högg (+29) (81-78-80).
2. Elva María Jónsdóttir, Golfklúbburinn Keilir 248 högg (+38) (76-88-84).
3. Katla María Sigurbjörnsdóttir , Golfklúbburinn Reykjavíkur 256 högg (48) (85-89-82).

Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR: