Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2012 | 14:00

GO: Skellið ykkur á grunnnámskeið í golfi hjá Magnúsi og Phill í MPgolf – Fyrsta námskeiðið hefst n.k. föstudag 10. febrúar!

Nú þegar vorið nálgast óðfluga er um að gera að skella sér til golfkennara og láta hann/þá fara yfir sveifluna. MPgolf, þeir Magnús Birgisson og Phill Hunter bjóða nú upp á grunngolfnámskeið. Hér eru nánari upplýsingar um námskeiðið:

Staðsetning: Inniaðstaða GO í Kauptúni í Garðabæ ( hlýtt og notalegt).
Markhópur:  Allir sem hafa áhuga á að bæta grunninn.

Farið er yfir helstu grunnatriðin fyrir sumarið. Í boði er kvöldnámskeið og hádegisnámskeið.

Lýsing: 4. klst. grunnnámskeið í golfi, klukkustund í senn.
• Farið er yfir grunnatriðin, grip , uppstilling og mið.
• Farið er í jafnvægi, stöðuleika, takt og lokastöðu.
• Pútt, vipp og full sveifla.
• Videoupptaka og greining á sveiflu hjá hverjum og einum.

Tími:                        Námskeið 1                Námskeið 2

10. feb.                      kl: 19.00                         feb kl:12.00
14. feb.                      kl: 20.30                         feb kl:12.00
17. feb.                      kl: 19.00                         feb kl:12.00
21. feb.                      kl .20.30                         feb kl:12.00

Kennarar: Magnús Birgisson og Phill Hunter.

Verð: Kr. 9500

Skráning á námskeiðið er í síma 618-1897 og 898-7250 eða mpgolfkennsla@hotmail.com