PGA: Jim Furyk í hættu að öðlast ekki þátttökurétt á Accenture heimsmótið í holukeppni
Bestu kylfingar heims hafa bara 1 viku til þess að koma sér meðal 64 efstu á heimslistanum (ens. Official World Golf Ranking, skammst.: OWGR), til þess að tryggja sér þátttökurétt í World Golf Championships-Accenture Match Play Championship, 2012. Mót vikunnar: AT&T Pebble Beach National Pro-Am á PGA TOUR og mót Evróputúrsins Omega Dubai Desert Classic eru lokatækifærin fyrir kylfingana til þess að hljóta þátttökurétt á Accenture holukeppnina, sem fram fer í The Ritz-Carlton Golf Club, Dove Mountain 20.-26. febrúar 2012 og er fyrsta heimsmeistaramót keppnistímabilsins.
Einn lykilkylfingur undanfarinna ára sem ekki á öruggt sæti í mótinu er Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem hlaut FedExCup titilinn og hlaut viðkenninguna kylfingur ársins á PGA Tour 2010. Hann er nr. 59 á heimslistanum þessa viku. Á síðasta ári var hann nr. 10 og spilaði við Ryan Palmer á fyrsta hring en Palmer sigraði í viðureign þeirra.
Furyk keppir á AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Ítalski táningurinn Matteo Manassero, sem varð yngsti kylfingur til að keppa á heimsmeistaramóti og er nr. 60 á heimslistanum eins og er, mun keppa á Omega Dubai Desert Classic og reyna að bæta stöðu sína.
Margir kylfingar eiga á hættu að öðlast ekki þátttökurétt á AT&T Accenture holukeppninni þar sem þeir taka ekki þátt í mótum helgarinnar. Meðal þeira eru Ernie Els frá Suður-Afríku (Nr. 62); Robert Allenby frá Ástralíu (Nr. 64); og Bandaríkjamaðurinn Charles Howell III (Nr. 66).
Els hefir tekið þátt í 11 af 13 mótum Accenture Match Play Championship og í öllum á s.l. 6 árum. Hann komst í undanúrslit 2001 en varð að láta í minni pokann fyrir Pierre Fulke á 19. holu, og eins komst hann í fjórðungsúrslit 2009. Allenby hefir keppt í hverju Accenture Match Play Championship frá árinu 2001 og besti árangur hans þar er T-5 árið 2005. Howell hefir 7 sinnum tekið þátt í Accenture Match Play Championship en hefir ekki verið með þátttökurétt frá árinu 2008. Hér má loks sjá stöðu nokkurra kylfinga frá nr. 58-75 á heimslistanum, sem berjast um þátttökuréttinn á Accenture heimsmeistarakeppninni í holukeppni:
|
Heimild: PGA Tour
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024