Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2012 | 12:30

Evrópu & Asíutúrinn: Jbe Kruger í 1. sæti eftir 3. dag Avantha Masters á Indlandi

Það er Suður-Afríkumaðurinn Jbe Kruger sem tekið hefir forystu á Avantha Masters mótinu á Indlandi. Jbe kom í hús í dag á glæsilegum 66 höggum. Hringurinn var sérlega glæsilegur fyrir þær sakir að Jbe fékk 2 erni á sama hring á 6. og 15. par-5 brautunum, auk tveggja fugla á par-4 4. braut og par-5, 18. brautinni. Alls hefir Jbe Kruger spilað á samtals -11 undir pari, 211 höggum (70 69 66).

Í 2. sæti 1 höggi á eftir Jbe eru forystumaður gærdagsins Skotinn Peter Whiteford, Þjóðverjinn Marcel Siem og Frakkinn Jean-Baptiste Gonnet, allir á -10 undir pari hver.

Fimmta sætinu deila síðan 6 kylfingar, þ.á.m. Spánverjinn José Manuel Lara, sem var á lægsta skori dagsins, glæsilegum 64 höggum, þar sem hann fékk 9 fugla og 1 skolla. Við það fór hann úr 38. sætinu sem hann var í 5. sæti. Samtals spiluðu kylfingarnir 6 í 5. sæti á samtals -9 undir pari og því aðeins 2 höggum á eftir Jbe Kruger.

Það stefnir í æsilega keppni á þessu sameiginlega móti Evrópu- og Asíutúranna, Avantha Masters, í Delhi, á morgun.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Avantha Masters smellið HÉR: