Níu heitustu, svölustu, kynþokkafyllstu og best útlítandi strákarnir í golfinu
Hér áður hefir birtst á Golf1 listi með kynþokkafyllstu kvenkylfingum heims. En hver skyldi nú vera kyntröll ársins 2012 af karlkylfingum?
Eftir þessum lista hefir verið beðið eftir með spenningi. Afsakið Ryo Isikawa, Alvaro Quiros, Martin Kaymer, Sergio Garcia, Aaron Baddely, og aðrir, en hér er listi helstu hjartknúsara golfheimsins. Listinn er algerlega óvísindalegur, samsettur af konum, sem telja sig vita sitt hvað um golfheiminn og hefir áður birtst á robertfagan.com…. og er birtur hér lítillega breyttur aðallega til skemmtunar og yndisauka s.s. verður að vera á köldu laugardagskvöldi….
9. sæti Ian Poulter
Ian Poulter er heitur, hann á sína eigin fatalínu og fer sjaldnast troðnar slóðir hvort heldur er í golfinu, sem öðru
8. sæti Matteo Manassero
Matteo Manassero er svar Evróputúrsins við Lexi Thompson á LPGA. Þessi sykursæti ungi, hæfileikaríki kylfingur laðar að sér áhorfendur í tonnatali og lætur Rickie Fowler líta út eins og gamlan skrögg.
7. sæti Trevor Immelman
Immelman hefir það fram yfir aðra kynþokkafulla kylfinga að hafa komið til Íslands, sem er einstaklega kynþokkafullt. Þrátt fyrir að kylfur hans hafi ekki komið með og hann þurfti að spila með lánssett var hann „good sport“ þannig að lengi í minnum er haft hér á landi. Hann fær höfuð yngismeyjanna til þess að snúast í hring á eftir honum úti á golfvelli, þótt hann sé varla hærri en tí.
6. sæti Camilo Villegas
Camilo er einfaldlega heitur. „Calientissimo!!!!“ upp á spænsku. Nektarmynd af honum í köngulóarstellingunni í ESPN Body Issue verður lengi í minnum haft, en þar afhjúpaði Kólombíumaðurinn, heiti vel þjálfaðan líkama sinn.
5. sæti Fred Couples
Rólyndislegt háttarlag hans ásamt fagmennsku í golfinu gera Fred Couples einfaldlega ómótstæðilegan. Hann ber gráu hárin vel – þau gera hann bara svalari ef eitthvað.
4. sæti Rickie Fowler
Rickie Fowler er svona einskonar „Justin Bieber golfliðsins” Fowler og Bieber eiga a.m.k. eitt sameiginlegt – báðir syngja… Rickie í Golf Boyz. Hann er fallegur, en frammistaðan hans á golfvellinum gerir hann að einskonar „Natalie Gulbis PGA Tour“, m.ö.o. hefir aldrei sigrað í Bandaríkjunum.
3. sæti Kyle Stanley
Þetta er nýji strákurinn á listanum. En hann er ótrúlega svalur á sem utan vallar. Hann er alltaf með „cool“ sólgleraugu, alger töffari. Svo er hann skörinni framar en Rickie þar sem hann hefir þegar unnið fyrsta sigur sinn á PGA Tour eftir að hafa tapað mjög naumlega vikuna þar áður, eins og lengi verður í minnum haft… Kyle er svalur náungi sem maður gleymir ekki svo auðveldlega.
2. sæti Adam Scott
Ekkert sem kemur á óvart hér að sjá Adam Scott ofarlega á lista yfir kynþokkafyllstu karlkylfinga. Hann hefir sjarma sem fáar konur standast og er þar að auki góður í golfi. Svo er hann með töffasta kylfubera sögunnar, Stevie Williams.
En hver er þá nr. 1 fyrst Adam er það ekki?
Nr. 1 Gary Golf
Þetta er mesta sjarmatröllið af þeim öllum. Hann hefir verið valinn „áhugaverðasti maður golfsins“ og margar konur hafa sagt að þær myndu fara frá mönnum sínum fyrir Gary áður en þið getið sagt „þrípútt.“ Þegar hann er ekki að sigra eitthvert golfmótið, breyta straumum heimshafanna, kenna heimsleiðtogum þá spilar Gary Golf golf með félögunum: Sophie Horn, Anna Rawson, og Sophie Sandalo.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024