GR: Keppni, kæti og engin læti á Öskudagspúttmóti GR-kvenna í gær!
Á heimasíðu GR er skemmtileg frétt frá Öskudagspúttmóti GR-kvenna:
„Gleðin skein úr andlitum GR kvenna í Korpunni í gærkvöldi. Sannkölluð öskudagsstemmning sveif yfir holum og ótrúlegur fjöldi bolta rataði sína beinustu leið. Mörg flott skor, það besta 28 högg á hringnum.
Eins og vanalega var mætingin með besta móti og má sannarlega segja að þröng hafi verið á þingi í húsakynnum klúbbsins, svo mikil að konur þurftu að skáskjóta sér hver á milli annarrar til að munda pútterinn. Það breytti þó ekki því að stemmningin var einstök enda ekki ónýtt að spila skemmtilegasta leik í heimi. klæddar furðufatnaði í byrjun föstu. Stelpurnar gáfu ekkert eftir í kvöld og fyrir vikið er spennan ennþá engu lík; aðeins munar einu höggi á tveimur efstu konum og þar á eftir raða sér fjöldi kvenna með litlu lakari árangri. Það verður spennandi að sjá hvernig tveimur næstu kvöldum lyktar, en aðalatriði er að halda í góða stemmningu og þjappa þessum myndarlega hópi saman. Það er okkur í nefndinni sérstakt ánægjuefni að sjá hversu margar konur sjá sér fært að setjast niður eftir pútt og spjalla saman um heima og geima. Andrúmsloftið er afslappað og elskulegt, enda þótt konur séu nýbúnar að keppa hverjar við aðra. Svona á þetta að vera; keppni, kæti og engin læti :)“
Kvennanefnd GR minnir á skemmtikvöldið, föstudaginn 9. mars n.k.
Hér má sjá stöðuna eftir 6 mót (4 bestu skor telja):
1. sæti Nanna Björg Lúðvíksdóttir 116 pútt
2. sæti Marólína Erlendsdóttir 117 pútt
3. sæti Guðný Ósk 123 pútt
4. sæti Auðbjörg Erlingsdóttir 124 pútt
5. sæti Margrét Snæbjörnsdóttir 125 pútt
5. sæti Ingibjörg Sigurþórsdóttir 125 pútt
7. sæti Margrét Eyrún Birgisdóttir 126 pútt
7. sæti Linda Metúsalemsdóttir 126 pútt
7. sæti Sigríður M. Kristjánsdóttir 126 pútt
10. sæti Inga Jóna Stefánsdóttir 127 pútt
10. sæti Stella Hafsteinsdóttir 127 pútt
10. sæti Rut Hreinsdóttir 127 pútt
10. sæti Margrét Halldórsdóttir 127 pútt
10. sæti Lára Eymundsdóttir 127 pútt
10. sæti Björg Cortes 127 pútt
10. sæti Signý Marta Böðvarsdóttir 127 pútt
Sjá stöðuna á púttmótaröð GR-kvenna í heild með því að smella HÉR.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024