Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 06:00

PGA: Claxton, Owen og Summerhayes leiða þegar Mayakoba Golf Classic er hálfnað

Meðan að öll stóru nöfnin í golfheiminum spila á Accenture heimsmótinu í holukeppni eru það þeir sem ekki hljóta þátttökurétt þar, eins og t.d. flestir nýliðarnir á PGA, sem fá að skína á Mayakoba Golf Classic mótinu, sem fram fer í El Camaleon, á Riviera Maya í Mexíkó.

Það eru einmitt nýju strákarnir á PGA, sem leiða: Englendingurinn Greg Owen (Golf 1 var nýlega með kynningu á honum, sem sjá má HÉR:); Daniel Summerhayes (Golf 1 var nýlega með kynningu á honum, sem sjá má HÉR:) og Will Claxton (Golf 1 var nýlega með kynningu á honum, sem sjá má HÉR:). Allir hafa þeir Claxton, Owen og Summerhayes spilað á -8 undir pari, 134 höggum.

Í 4. sæti er Chris Stroud höggi á eftir forystunni og 5. sætinu deila Svíinn Richard S. Johnson, Bandaríkjamaðurinn Kevin Stadler og Ástralinn Robert Allenby, á samtals -6 undir pari.

Enn einn af nýju strákunum á PGA túrnum John Huh (sjá kynningu Golf 1 á honum HÉR: ) er síðan í 8. sæti á samtals -5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Mayakoba Golf Classic eftir 2. dag smellið HÉR: