Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 22:00

Hver er Kirsty Gallacher í golfinu?

Kirsty er dóttir golfsnillingsins og fyrrum Ryder Cup fyrirliðans Bernard Gallacher (vann 22 sigra sem atvinnumaður þar af 10 á Evróputúrnum). Kirsty fæddist í Edinborg í Skotlandi  21. janúar 1976 og er því nýorðin 36 ára. Hún á sama afmælisdag og Jack Nicklaus og Alvaro Quiros. Kirsty ólst upp á Wentworth golfstaðnum, þegar pabbi hennar þáði stöðu golfkennara þar. Hún hefir starfað sem módel og þátttarstjórnandi í bresku sjónvarpi.

Kirsty Gallacher í tímaritinu Golf Punk 2005

Kirsty og Tiger eru miklir vinir og hafa verið það lengi, svo miklir að hún varð ítrekað að bera af sér sögusagnir um að hún væri ein af hjákonum hans. Kirsty lýsti sambandi þeirra Tiger svo í viðtali við The Sun árið 2000: „Við erum bæði á svipuðu reki og fellur vel við sömu hlutina. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur – hann er yndislegur, góður og hæfileikaríkur maður. Svo ekki sé minnst á alveg ótrúlega sætur. Í hvert sinn sem hann er hér (í Englandi) hringir hann í mig. Ég er ekkert upp með mér út af því og hugsa ekki „Vá, þetta er Tiger í símanum.“ Ég hugsa bara um hann sem vin minn Tiger.

Módelið Kirsty Gallacher.

Í dag er Kirsty gift rugbyleikmanninum Paul Sampson og saman eiga þau 2 börn: Oscar f. 2006 og Jude Sidney f. 2010.