Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 23:05

PGA: Hunter Mahan er nýr heimsmeistari í holukeppni – nr. 22 á heimslistanum vann nr. 2

Það var allt jafnt fram að 6. holu þar sem Hunter Mahan vann holuna og síðan 7. og síðan 8. holu. Á 9. holu var Hunter Mahan búinn að vinna 3 holur. Og enn vann hann 10. holuna. Á 11. kom Rory aðeins tilbaka minnkaði forskot Hunter Mahan í 3 holur og síðan í 2 holur á 14. braut. Hunter átti 2 holur á Rory á 16. holu. Þá  þurfti Rory að setja niður 10 metra pútt til þess að halda sér í leiknum en það tókst ekki og því er nýr heimsmeistari í holukeppni Hunter Mahan.  Hann vann nr. 2 í heiminum, Rory McIlory 2&1.  Það verður fróðlegt að sjá hvar Hunter Mahan verður á heimslistanum á morgun, en sem stendur er hann nr. 22.

Nokkuð skondinn atburður átti sér stað á 4. braut þegar leikurinn truflaðist af fljúgandi sólhlíf, en sjá má myndskeið af því með því að smella HÉR: