Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2012 | 21:55

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn í 7. sæti eftir 1. hring á North Ranch Collegiate

Í dag hófst á North Ranch CC í Westlake Village, Kaliforníu, North Ranch Collegiate. Þátttakendur eru 72 frá 14 háskólum. Meðal þátttakenda er Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte.

Hann spilaði 1. hring á  pari,  70 höggum og deilir 7. sæti með 2 öðrum kylfingum. Ólafur Björn stóð sig best af kylfingum úr Charlotte.

Í efsta sæti er Matt Hoffenberg úr San Diego State, en hann spilaði á -4 undir pari, 66 höggum.

Charlotte, háskóli Ólafs Björns deilir 6. sætinu ásamt  liðum UC Santa Barbara og Pacific.

Til þess að sjá stöðuna á North Ranch Collegiate eftir 1. dag smellið HÉR: