Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2012 | 15:45

EPD: Stefán Már á glæsilegum 67 höggum – varð í 5. sæti á Al Maaden mótinu í Marokkó

Stefán Már Stefánsson, GR, lauk leik á Al Maaden mótinu í Marrakesh í Marokkó á glæsilegum 67 höggum í dag eða -5 undir pari. Þar með komst hann upp í 5. sætið, sem hann deilir með Portúgalanum Nuño Henriques. Stefán Már fékk 6 fugla í dag og því miður 1 skolla á 8. brautinni.

Þórður Rafn Gissurarson. Mynd: Golf 1.

Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilaði lokhringinn á góðum 74 höggum, +2 yfir pari og deildi 31. sæti með 3 öðrum kylfingum.

Í nokkrum sérflokki í þessu móti var Þjóðverjinn Marcel Haremza, sem spilaði alla 3 hringi sína undir 70 þ.e. (65 65 68) og var á samtals -18 undir pari, 6 höggum betri en sá sem varð í 2. sæti Bandaríkjamaðurinn Scott Travers, sem var á -12 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Al Madden mótinu í Marokkó smellið HÉR: