Afmæliskylfingur dagsins: Alison Nicholas – 6. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Alison Nicholas. Alison fæddist á Gíbraltar 6. mars 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!
Alison hlaut menntun sína í the School of St Mary and St Anne (sem nú heitir Abbots Bromley School for Girls). Hún átti mjög góðan áhugamannaferil á Englandi. Alison byrjaði að spila golf 17 ára og árin 1982 og 1983 vann hún Northern Girls Amateur Open. Eins var Alison Nicholas breskur meistari áhugamanna í höggleik árið 1983 og sama ár vann hún Yorkshire Ladies County Championship. Alison Nicholas gerðist atvinnumaður 1984 og komst á Evrópumótaröð kvenna sama ár. Hún komst á LPGA 1989. Alison vann British Women´s Open 1987, þegar það var aðeins viðurkennt af LET sem risamót og síðan „alvöru“ risamót 1997: Opna bandaríska kvennamótið (ens.: US Woman´s Open).
Þegar Alison Nicholas dró sig úr keppnisgolfinu í árslok 2004 hafði hún unnið 12 sinnum á Evróputúrnum. Eins hafði hún orðið meðal 10 efstu 15 sinnum á 16 keppnistímabilum á árunum 1985-2000. Alison vann líka 4 sinnum á LPGA á árunum 1995-1999. Árið 1992 vann hún bæði Western Australian Open og Malaysian Open.
Árið 1991 vann hún Vivien Saunders Trophy fyrir lægstan meðaltals höggafjölda (71.71). Og árið 1997 var hún íþróttakona ársins hjá Sunday Times, hlaut bikar sambands breskra golffréttamanna (The Association of Golf Writers Trophy) og var valin kylfingur ársins hjá LET, hún var Evening Mail Sports Personality of the Year 1997 og Midlands Sports Personality of the Year 1997.
Árið 1998 hlaut hún MBE (Member of the Order of the British Empire) úr hendi Bretadrottningar fyrir afrek í kvennagolfinu og 2002 varð hún lífstíðarfélagi á Evrópumótaröð kvenna, LET (ens. Ladies European Tour).
Nicholas var í Solheim Cup liði Evrópu 1990, 1992, 1994, 1996, 1998 og 2000 og var feykisterkur félagi hinnar óviðjafnanlegu Lauru Davies. Hún var aðstoðarliðstjóri Ryder Cup liðs Evrópu 2003. Og síðan var hún liðsstjóri Ryder Cup liðs Evrópu 2007, 2009 og síðan sigurliðsins 2011.
Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard H. Sikes, 6 mars 1940 (72 ára), Grace Park, 6. mars 1979 (33 ára) Sjá má kynningu Golf1 á Grace Park með því að smella HÉR:
-
Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024