Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 08:00

Ryo Ishikawa boðið að spila á Masters

Toppkylfingur Japan, Ryo Ishikawa, hefir nú í 2. skipti hlotið sérstakt boð um að spila á The Masters.

Ryo, 22 ára, fékk líka sérstakt boð um að spila á Masters 2009, en það var í fyrsta sinn sem hann spilaði á risamótinu.

Meðan að aðrir eins og Ernie Els og Retief Goosen verða að vinna fyrir þátttökurétti í mótinu þá getur Ishikawa farið að hlakka til 4. skiptisins, sem hann fær að taka þátt.

Framkvæmdastjóri Masters Billy Payne hafði eftirfarandi að segja um þetta: „Sögulega séð hefir Masters boðið erlendum kylfingum, sem ekki eiga þátttökurétt til þess að gera mótið alþjóðlegra.“

„Ryo Ishikawa er hæfileikaríkur kylfingur sem spilar á Japan Golf Tour og við höldum að þátttaka hans muni auka áhugann (á golfi) ekki aðeins í heimaríki hans heldur um alla Asíu.“

Á s.l. 10 árum er eini kylfingurinn utan Asíu, sem hlotið hefir sérstakt boð á Masters, Greg Norman, en það var árið 2002.

Goosen og Els eru sem stendur nr. 52 og nr. 65 á heimslistanum og verða að sigra mót á PGA Tour eða verða meðal efstu 50 í lok mánaðarins til þess að hljóta þátttökurétt í Augusta.

Heimild: Sky Sports