Golfvellir á Spáni: í Cádíz nr. 5 – Arcos Gardens – 4. grein af 4
Arcos Gardens golfstaðurinn er í miklu Sherry-vín framleiðsluhéraði eins og margir aðrir af golfstöðum Cádiz, sem kynntir verða og hafa nú þegar verið kynntir eins og t.d. Sherry golfvöllurinn, sem ber nafn þessarar eðalveigar. Því verður 4. og síðasta greinin að sinni um Arcos helguð Sherry-inu, en óvíða fæst betra Sherry en einmitt á Arcos Gardens og gott að njóta svo sem eins glass af þessum höfuga drykk að hring loknum eða að kvöldi dags í ægifögru sólsetri Arcos.
Það voru Fönikkumenn sem fyrstir komu með vín í héraðið og þegar á tímum Rómverja var spænsk vínframleiðsla í hávegum höfð og keypt dýrum dómum. Um spænsk vín er m.a. fjallað í skrifum Pliny eldri og Lucio Columela (4 f.Kr til 54 e. Kr.)
Jafnvel þegar Arabar drottnuðu yfir Spán og vín var bannað af trúarlegum ástæðum þá blómstraði vínframleiðslan sem aldrei fyrr en eiming víns, sem kynnt var og er enn þekkt sem „alquitaras“ var notuð í læknisfræðilegum tilgangi og í snyrtivörur (sem Arabar færðu hinum vestræna heimi og skyldi ekki gleymast!)
Um útflutning víns frá Jerez er fyrst getið á 1. helmingi 14. aldar og gegnum 15. aldirnar eru skrár borgarráðs Jerez fullar af tilvísunum í „saca“ af víni, en það var hugtakið sem notað var um útflutning. Þessi tvö orð „saca“ og „xeris“ fæddu af sér „Sherris sack“ í Shakespeare og þaðan er aðeins hænufet í orðið „sherry“, sem notað er yfir drykkinn góða.
Á 18. öld var allt í uppgangi í Sherry framleiðslu Jerez. Frægð, virðing og gæði sherrysins barst víða og viðskiptajöfrar fóru að koma í heimsóknir til Jerez í eiginn persónu (að þeir hafi spilað golf á þeim tíma er ólíklegt – fyrstu vellirnir voru ekki byggðir fyrr en 1 öld síðar en þá barst golfleikurinn til Spánar með breskum og skoskum mönnum, sem stunduðu viðskipti á Spáni á 19. öld – menn hafa komið til Spánar í verzlunarerindum svo öldum skiptir ).
Enskir, skoskir, írskir, franskir og hollenskir viðskiptamenn heimsóttu ekki aðeins Jerez til þess að flytja út Sherry heldur lærðu einnig framleiðslu Sherry og komu á laggirnar sínum eiginn fyrirtækjum. í Gonzales Byass er fyrsta tilvísunin til útflutnings sama ár og fyrirtækið var stofnsett, 1835, en þar er talað um 10 kassa víns sem fór skipaleiðina til London.
Fjölbreyttni þrúgutegunda.
Það eru einkum 3 þrúgur sem eru ræktaðar í Jerez svæðinu: Palomino, Pedro Ximenez og Moscatel. Palomino þrúgan er 97% allra þrúgna sem ræktaðar eru hjá Gonzales Byass. Palomino er sherry þrúga „par excellence”. Þrúgan er hvít, kringlótt, meðalstór með þunna húð.
Kalk í jarðvegi.
Vín á Jerez svæðinu bera keim kalkríks jarðvegs (calcium carbonöt finnast í vínunum). Mikilvægasti jarðvegurinn nefnist Albariza en hann gefur Jerez vínunum sinn sérstaka karakter. Í jarðveginum er 60% kalk sem er mikilvægt vegna frábærra eiginleika til þess að taka upp og viðhalda lofti og vatni. Þetta er ljós jarðvegur næstum alveg hvítur í efstu hlíðum. Þessi jarðvegur gefur af sér bestu þrúguna fyrir sherry.
Hér í lokin er vert að geta nokkurra helstu tegunda sherry, en gott er að geta slegið um sig með smá Sherry kunnáttu hvar sem er í Cádiz, þessu Mekka sherry-framleiðslu í heiminum:
1. Manzanilla – þrúgutegund: Palomino – alkóhólmagn 15-16% – mjög þurrt – besta hitastig við framreiðslu 5-7°- (nokkrar góðar tegundir: El Rocio, Elegante Manzanilla) – Gott með: Tapas, osti, súpum, fisk og öðrum sjávarréttum.
2. Fino – þrúgutegund: Palomino – alkóhólmagn 15-17% – mjög þurrt – besta hitastig við framreiðslu 5-7°- (nokkrar góðar tegundir: Tio Pepe, Elegante Manzanilla) – Gott með: Tapas, osti, súpum, fisk og öðrum sjávarréttum.
3. Amontillado – þrúgutegund: Palomino og Pedro Ximenez – alkóhólmagn 16-22% – þurrt, meðal finnst líka svolítið sætt- besta hitastig við framreiðslu herbergishiti eða örlítið kælt- (nokkrar góðar tegundir: Viña AB, Elegante Medium, Del Duque) – Gott með: Hvítu kjöti, bláum fiski og vel þroskuðum ostum.
4. Palo Cortado – þrúgutegund: Palomino – alkóhólmagn 17-22% – þurrt, – besta hitastig við framreiðslu herbergishiti eða örlítið kælt- (góð tegund: Aposteles) – Gott með: Rauðu kjöti og villibráð.
5. Oloroso – þrúgutegund: Palomino og Pedro Ximenez – alkóhólmagn 15-18% – sætt- besta hitastig við framreiðslu: eins og það kemur fyrir eða með klaka- (góð tegund: Alfonso) – Gott með: litlum forréttum sem Frakkar nefna „amuse bouche“, rauðu kjöti og villibráð.
6. Ximenez – þrúgutegund: Pedro Ximenez – alkóhólmagn 15-22% – mjög sætt- besta hitastig við framreiðslu: herbergishiti (góðar tegundir: Noe og Nectar) – Gott með: súkkulaði, ostum eða eftirréttum.
7. Cream – þrúgutegund: Palomino og Pedro Ximenez – alkóhólmagn 15-22% – sætt- besta hitastig við framreiðslu: kælt, með klaka eða eins og það kemur fyrir (góðar tegundir: Croft Original eða San Domingo) – Gott með: hnetum, smjördeigseftirréttum, ávöxtum og salati.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024