PGA: Bubba Watson leiðir á Cadillac heimsmótinu í Flórída eftir 2. dag
Það er sleggjan Bubba Watson sem leiðir þegar Cadillac heimsmótið er hálfnað. Bubba átti frábæran hring í dag upp á 62 högg, þar sem dagsins ljós litu hvorki fleiri né færri en 9 fuglar, 1 örn og 1 skolli. Glæsilegt hjá Bubba!
Bubba er því alls búinn að spila á samtals -12 undir pari, 132 höggum (70 62).
Aðeins 1 höggi á eftir Bubba er Justin Rose, sem búinn er að spila báða hringi sína undir 70 (69 64) og enn öðru höggi á eftir í 3. sæti er forystumaður gærdagsins, Ástralinn Adam Scott (66 68), sem er að spila jafnt og fallegt golf.
Martin Kaymer er heldur betur búinn að taka stökk upp listann, en hann var á +1 yfir pari í gær en -8 undir pari í dag, þ.e. á 64 höggum. Hann deilir 7. sætinu með Charles Howell III og Charl Schwartzel.
Tiger er T-15, bætti sig um 5 högg frá því í gær (72 67) og nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy virðist heillum horfum en hann er T-28.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Cadillac heimsmótsins, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024