Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2012 | 06:20

PGA: George McNeill sigraði í Puerto Rico – hápunktar og högg 4. dags

Það var Bandaríkjamaðurinn George McNeill sem sigraði á Trump Internatioanal golfvellinum í Puerto Rico, en þar lauk í gær Puerto Rico Open.

George McNeill spilaði á -16 undir pari, samtals 272  höggum (66 70 67 69).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð japanska stórstjarnan Ryo Ishikawa.

Þriðja sætinu deildu nafn sem ekki hefir sést lengi ofarlega á skortöflunni Henrik Stenson og Boo Weekley, báðir á -13 undir pari hvor.

Í 5. sætinu voru Bandaríkjamaðurinn Scott Brown og Ástralinn Matt Jones á -12 undir pari samtals, hvor og 7. sætinu deildu nýliðinn og mormóninn Daníel Summerhayes (sjá kynningu Golf 1 á Summerhayes HÉR:) og Kevin Stadler á samtals -11 undir pari, hvor.

Til að sjá úrslitin á Puerto Rico Open smellið HÉR:

Til að sjá hápunkta 4. dags á Puerto Rico Open smellið HÉR:

Til að sjá högg 4. dags á Puerto Rico Open, sem sigurvegarinn, George McNeill átti á par-3 16. brautinni smellið HÉR: