Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 19:45

GG: Óbreytt vallarmat á Húsatóftavelli fram að opnun 18 holu golfvallar

Vallarmat á Húsatóftavelli þeirra Grindvíkinga verður óbreytt þar til nýi 18 holu golfvöllurinn þeirra verður tekinn í gagnið.

Á vefsíðu Golfklúbbs Grindavíkur sagði eftirfarandi um vallarmatsmálin á Húsatóftavelli:

„Fyrir stuttu átti hluti stjórnar GG fund með forgjafarnefnd GSÍ vegna vallarmatsmála á Húsatóftavelli.  Á fundinum viðraði stjórn GG sín sjónarmið varðandi nýtt vallarmat sem taka átti gildi þegar í stað.  Að fundi loknum ákvað forjafanefnd GSÍ að taka tillit til sjónarmiða GG og hafa vallarmatið á Húsatóftavelli óbreytt þar til 18 holu golfvöllur verður tekinn í notkun í sumar.  Nýtt vallarmat skal þó ekki taka gildi síðar en 1. júlí 2012.“

Heimild: www.ggolf.is