Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2011 | 13:00

Sólskinstúrinn: KCM Zambía Open hófst í dag

KCM Zambía Open hófst í Nchanga Golf Club í Chingola Zambíu í dag, en mótið er hluti af Sólskinstúrnum suður-afríska.  Keppt er um 1,2 milljónir Kruger Rand.  Mótið stendur yfir dagana 13.-16. október.

Það eru Svisslendingurinn Robert Wiederkehr og Suður-Afríkubúarnir Daníel Green og PH McIntyre, sem eru í forystu eftir fyrsta dag, allir komu inn á -5 undir pari.  T-4 eru Jake Roos og Bradford Vaughan.

PH McIntyre

Daníel Green sagði m.a. eftir 1. hringinn: „Hlutirnir rúlluðu bara einhvern veginn í dag, vitið þið, sum högg lentu nákvæmlega þar sem ég vildi að þau færi og púttin mín voru virkilega góð í dag þannig að ég bjargaði nokkrum pörum og náði fuglum þegar þeir gáfust.”

McIntyre fékk skolla bæði á fyrri og seinni 9 en kom þrátt fyrir það inn á 33 á fyrri og 34 á seinni 9.

Wiederkehr veiktist í Pro-Am hluta mótsins, en hann virðist sannarlega vera búinn að ná sér.

Hér má sjá stöðuna á Zambía Open eftir 1. dag: ZAMBÍA OPEN