NÝTT! Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (1. grein af 20) – Juliana Murcia Ortiz – Katy Harris – Danielle Kang
Hér í kvöld hefst ný greinaröð á Golf1 en kynntar verða „nýju stúlkurnar“ á LPGA 2012. Með „nýju stúlkunum“ er átt við þær sem hlutu kortið sitt á LPGA keppnistímabilið 2012, með því að taka þátt í lokaúrtökumóti Q-school LPGA í desember s.l. Margar hverjar hafa spilað á LPGA áður, með takmörkuðum þátttökurétti en voru að reyna að bæta stöðu sína (hljóta aukinn keppnisrétt) með því að lenda ofarlega í mótinu. Svo eru líka algerir nýliðar.
Alls fengu 40 stúlkur keppnisrétt á LPGA, mismikinn eftir því hvar þær lentu á skortöflunni. Þær sem voru í 31-40. sæti voru í Flokk 20 (ens. Priority List Category 20) – þær sem voru í 21.-30 sæti voru í Flokk 16 (ens. Priority List Category 16) og þær sem voru meðal 20 efstu í Flokk 11 (ens. Priority List Category 11) og hlutu fullan þátttökurétt á LPGA.
Ekki verður hver og ein stúlka kynnt 1 og sér eins og var gert með „nýju strákana á PGA“ – heldur prófað að kynna stúlkurnar eftir því í hvaða sæti þær lentu, byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LPGA með takmarkaðan þátttökurétt endað á þeirri sem vann lokaúrtökumót LPGA 2011, Junthimu Gulyanamittu.
Í 39. sætinu og neðsta sæti þeirra sem komust á LPGA 2012 voru 3 stúlkur: Juliana Murcia Ortiz, Katy Harris og Danielle Kang.
Verður hver stúlka nú stuttlega kynnt:
Juliana Murcia Ortiz: Juliana er fædd 6. nóvember 1987 og er því 24 ára. Hún byrjaði að spila golf 7 ára og á 1 bróður Alejandro. Juliana er frá Kólombíu og býr í Bogòta. Juliana útskrifaðist frá University of Arizona 2010 með gráðu í listfræði, en hún er höggmyndasmiður og því einn fárra listamanna meðal kylfinga á LPGA. Útskriftarárið, nánar tiltekið í desember 2010 gerðist hún atvinnumaður í golfi og spilaði fyrst á Symetra Tour (áður Futures Tour) 2011, þar sem besti árangur hennar var T-10 á Soutth Shore Championship. Hún komst á LPGA í 2. tilraun sinni og er nýliði á LPGA. Meðal áhugamála Juliönu er lestur góðra bóka, að horfa á listaverk og dans. Sjá má allt nánar um Juliönu á heimasíðu hennar, smellið HÉR:
Katy Harris: Katy heitir fullu nafni Kathryn Lissa Wilkinson Harris. Hún fæddist 15. ágúst 1979 og er því 32 ára. Hún var í Louisiana State University (skammst.: LSU) og spilaði með golfliði skólans þar sem hún átti glæstan feril og útskrifaðist með gráðu í upplýsingatækni (ens.: Information Systems and Descicion Science) árið 2004. Hún á 2 bræður, Jeremy, sem líka spilaði með golfliði LSU og David (sem er í viðskiptafræði í LSU). Foreldrar hennar eru Ken og Patti Wilkinson. Katy giftist 17. júní 2000 Chad Harris (sem var í golfliði LSU) og á með honum 2 börn: Owen, f. 2006 og Emmu, F. 2008. Áhugamál fyrir utan fullt starf sem atvinnukylfingur og móðir eru lestur og að fara í ræktina. Katy gerðist atvinnumaður í golfi 2010 og spilaði fyrst á Symetra Tour (áður Futures Tour). Besti árangur hennar þar var T-25 á Alliance Bank Golf Classic. Hún sigraði líka mót á CN Canadian Women’s Tour árið 2010 í Club de golf Beloeil.
Danielle Kang: Danielle Kang fæddist 20. október 1992 og er því 19 ára. Foredrar hennar eru K.S. Kang og Grace Lee. Bróðir Danielle, Alex spilar golf með liði San Diego State University. Danielle sjálf byrjaði að spila golf 12 ára. Áhugamál hennar fyrir utan golfið eru að hlusta á og spila tónlist og lestur góðra bóka.
Danielle spilaði golf með liði Pepperdine University og átti glæstan feril í háskólagolfinu og reyndar allan áhugamannsferil sinn. Sem áhugamaður sigraði hún US Women’s Amateur Championship 2010 og 2011 og eins var hún með lægsta skor áhugamanna á Ricoh Women’s British Open risamótinu 2011 og sama ár vann hún North and South Championship. Danielle gerðist síðan atvinnumaður í golfi 2011. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni og er nýliði á LPGA í ár. Haft hefir verið eftir Danielle að ef hún hefði ekki komist á LPGA hefði hana langað til að gerast leikkona. Danielle býr í Thousand Oaks, Kaliforníu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024