GR: Marólína Erlendsdóttir púttmeistari GR-kvenna 2012!
Á heimasíðu GR, grgolf.is er eftirfarandi frétt:
„Lokahóf GR kvenna fór fram með bravúr sl. föstudagskvöld (9. mars 2012) og mátti engan veginn á milli sjá hver skemmti sér betur, enda samstaðan í hópnum að verða mikil og góð eftir vetrarpúttið. Veglegar veitingar í bland við skemmtun og margskonar glaðning gerði kvöldið eftirminnilegt.
Ástæða er til að þakka öllum sem komu að undirbúningi kvöldsins fyrir vel unnin störf, en eins og fyrri daginn vinna margar hendur létt verk.
Það sama á ekki við um sjálft golfið því þar vinna aðeins tvær hendur erfitt verk, nefnilega að koma blessuðum boltanum í sem fæstum höggum ofan í holu.
Og talandi um holurnar; það var Marólína Erlendsdóttir sem fór á fæstum höggum og hampaði titlinum Púttmeistari GR kvenna 2012.
Meðfylgjandi er lokastaðan eftir 8 púttkvöld.
Kærar þakkir fyrir vetrarstarfið. Nú fer að vora í hugum og hjörtum kylfinga. Fyrstu teikn um vorkomuna er Reglukvöldið okkar sem haldið verður nk miðvikudag, 14.mars í Golfskálanum Grafarholti kl. 20. Þar munu Hinrik og Þorsteinn Svörfuður fara yfir breytingar á golfreglum sem tóku gildi um síðustu áramót. Sýnd verða myndbönd og tekin „kvenleg“ dæmi af aðstæðum sem upp geta komið. Það er okkur öllum mikilvægt að vera með reglurnar á hreinu og seint hægt að segja að fólk tapi á því að kunna þær. Við hvetjum sérstaklega þær sem eru nýbyrjaðar í golfinu til að mæta.
Kær kveðja
Kvennanefnd GR kvenna“
Golf 1 óskar Marólínu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og heiðursnafnbótina í púttunum!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024