Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 01:25

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra lauk leik í 31. sæti á Dr. Donnis Thompson Invitational

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State lauk leik í 31. sæti á  Dr. Donnis Thompson Invitational, sem fram fór á Kaneohe Klipper golfvellinum í Hawaii.  Valdís spilaði á samtals +19 yfir pari, samtals 235 höggum ( 78 75 82). Þátttakendur voru 82 frá 14 háskólum.

Texas State varð í 5. sæti af þeim háskólaliðum, sem kepptu.

Kayla Mortellaro frá Idaho háskóla sigraði og af háskólaliðunum 14 sem þátt tóku varð Texas A&M háskólinn hlutskarpastur og í 1. sæti.

Til þess að sjá úrslitin í mótinu smellið HÉR