Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 09:00

Evróputúrinn: Open de Andalucia Costa del Sol hefst í dag – Jiménez viss um að Aloha farist mótshaldið vel úr höndum

Í dag hefst í Aloha GC á Costa del Sol á Spáni, Open de Andalucia Costa del Sol, en mótið er hluti Evrópumótaraðarinnar.

Miguel Angel Jiménez, sem á fyrirtækið MAJ Group sem stendur að Open de Andalucia Costa del Sol, er sannfærður um að Aloha Golf Club muni fara mótshaldið vel úr höndum.

(INNSKOT: Þess mætti geta að Aloha GC er uppáhaldsvöllur Guðmundar Sveinbjörnssonar, GK og Golf 1 hefir verið með kynningu á vellinum, sem sjá má með því að smella HÉR: )

18-faldur sigurvegarinn á Evróputúrnum (Jiménez) sagði: „Aloha er frábær golfvöllur, þannig að ég er viss um að allir strákarnir eiga eftir að njóta þess að spila þarna. Ég var þar fyrir 3 vikum og hann (völlurinn) er í fullkomnu ástandi, þannig að vonandi fáum við gott veður og allir geta átt frábæra viku.“

„Þetta getur stundum verið stressandi vika, vegna þess að það er svo margt að gerast, en ég skemmti mér alltaf vel og er viss um að þessi vika verði ekki frábrugðin.

„Það er alltaf frábært að vera þátttakandi í mótinu. Ég hef verið aðstandandi að þessu móti í 6 ár núna og ég er ánægður hversu uppgangur þess hefir verið á þeim tíma. Ég vildi gefa eitthvað tilbaka til svæðisins (Costa del Sol) og til túrsins og mótið er fullkomin leið til að gera svo.

„Ég er fæddur og alinn upp í Andaluciu þannig að ég er mjög stoltur af því hvaðan ég kem og að aðstoða við að skipuleggja mótið er nokkuð sem ég elska að gera. Það er frábært fyrir svæðið og frábært fyrir túrinn, þannig að ég hlakka til vikunnar.“

Meðal þáttakenda í mótinu er 3 sigurvegarar risamóta: Bandaríkjamaðurinn Rich Beem, Michael Campbell frá Nýja-Sjálandi og Mike Weir frá Kanada.  Aðrir tveir risamóts sigurvegarar, sem til stóð að myndu spila í mótinu urðu að draga sig úr því, Skotinn Paul Lawrie, vegna veikinda og tvöfaldur sigurvegari Masters og núverandi fyrirliði Ryderbikarsliðs Evrópu, Jose Maria Olazabal er meiddur á fæti.

Mestu vonir Spánverja um heimasigur eru bundnar við Rafael Cabrera-Bello, Pablo Larrazábal og Pablo Martin, sem nýlega hafa sigrað á Evrópumótaröðinni. Ef einhver þeirra skyldi vinna er það fyrsti sigur Spánverja í mótinu, á heimavelli.

Heimild: europeantour.com