GHR: Andri Már Óskarsson golfmaður HSK
90. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins var haldið laugardaginn 10. mars s.l. í félagsheimilinu Brautarholti að Skeiðum. Þingið sátu 117 fulltrúar frá 58 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins. Auk hefðbundinna þingstarfa var Íþróttamaður HSK 2011 kjörinn á þinginu. Fimm manna valnefnd sá um að velja íþróttamanninn líkt og undanfarin ár, en alls voru 21 íþróttamenn í jafn mörgum greinum tilnefndir. Þeir sem tilnefndir voru, voru eftirfarandi:
Badmintonmaður HSK: Imesha Chaturanga, Hamri
Blakmaður HSK: Hugrún Ólafsdóttir, Hamri,
Borðtennismaður HSK: Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Dímon
Briddsmaður HSK: Sigurður Skagfjörð, Dímon
Fimleikamaður HSK: Helga Hjartardóttir, Umf. Selfoss
Frjálsíþróttamaður HSK: Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss
Golfmaður HSK: Andri Már Óskarsson, GHR
Glímumaður HSK: Marín Laufey Davíðsdóttir, Samhygð
Handkattleiksmaður HSK: Atli Kristinsson, Umf. Selfoss
Hestaíþróttamaður HSK: Sigursteinn Sumarliðason, Sleipni
Íþróttamaður fatlaðra: Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra
Judómaður HSK: Þór Davíðsson, Umf. Selfoss
Knattspyrnumaður HSK: Guðmunda Brynja Óladóttir, Umf. Selfoss
Kraftlyftingamaður HSK: Rósa Birgisdóttir, Umf. Selfoss
Körfuknattleiksmaður HSK: Íris Ásgeirsdóttir, Hamri
Mótorkrossmaður HSK: Einey Ösp Gunnarsdóttir, Umf. Selfoss
Skákmaður HSK: Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Umf. Selfoss
Skotíþróttamaður HSK: Jónas Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Suðurlands
Starfsíþróttamaður HSK: Jón M. Ívarsson, Samhygð
Sundmaður HSK: Ólöf Eir Hoffritz, Umf. Selfoss
Taekwondomaður HSK: Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Umf. Selfoss
Það var frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, sem var valin íþróttamaður HSK árið 2011, en Andri Már tók við viðurkenningu í Brautarholti sem golfmaður HSK.
Golf 1 óskar Andra Má innilega til hamingju með heiðursnafnbótina!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024