Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 08:00

GHR: Andri Már Óskarsson golfmaður HSK

90. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins var haldið laugardaginn 10. mars s.l. í félagsheimilinu Brautarholti að Skeiðum. Þingið sátu 117 fulltrúar frá 58 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins. Auk hefðbundinna þingstarfa var Íþróttamaður HSK 2011 kjörinn á þinginu.  Fimm manna valnefnd sá um að velja íþróttamanninn líkt og undanfarin ár, en alls voru 21 íþróttamenn í jafn mörgum greinum tilnefndir.  Þeir sem tilnefndir voru, voru eftirfarandi:

Badmintonmaður HSK: Imesha Chaturanga, Hamri
Blakmaður HSK: Hugrún Ólafsdóttir, Hamri,
Borðtennismaður HSK: Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Dímon
Briddsmaður HSK: Sigurður Skagfjörð, Dímon
Fimleikamaður HSK: Helga Hjartardóttir, Umf. Selfoss
Frjálsíþróttamaður HSK: Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss
Golfmaður HSK: Andri Már Óskarsson, GHR
Glímumaður HSK: Marín Laufey Davíðsdóttir, Samhygð
Handkattleiksmaður HSK: Atli Kristinsson, Umf. Selfoss
Hestaíþróttamaður HSK: Sigursteinn Sumarliðason, Sleipni
Íþróttamaður fatlaðra: Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra
Judómaður HSK: Þór Davíðsson, Umf. Selfoss
Knattspyrnumaður HSK: Guðmunda Brynja Óladóttir, Umf. Selfoss
Kraftlyftingamaður HSK: Rósa Birgisdóttir, Umf. Selfoss
Körfuknattleiksmaður HSK: Íris Ásgeirsdóttir, Hamri
Mótorkrossmaður HSK: Einey Ösp Gunnarsdóttir, Umf. Selfoss
Skákmaður HSK: Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Umf. Selfoss
Skotíþróttamaður HSK: Jónas Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Suðurlands
Starfsíþróttamaður HSK: Jón M. Ívarsson, Samhygð
Sundmaður HSK: Ólöf Eir Hoffritz, Umf. Selfoss
Taekwondomaður HSK: Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Umf. Selfoss

Það var frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, sem var valin íþróttamaður HSK árið 2011, en Andri Már tók við viðurkenningu í Brautarholti sem golfmaður HSK.

Golf 1 óskar Andra Má innilega til hamingju með heiðursnafnbótina!