Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (3. grein af 20) – Birdie Kim – Carlota Ciganda – Izzy Beisiegel
Í gær voru 2 af þeim stúlkum kynntar sem urðu í 34. sæti á lokaúrtökumóti LPGA – Mariajo Uribe frá Kólombíu og Kirby Dreher frá Kanada. Í dag verða hinar 3 kynntar sem urðu í 34 sæti þ.e. Izzy Beisiegel frá Kanada, Carlotta Ciganda frá Ítalíu og Birdie Kim frá Bandaríkjunum.
Byrjum á Birdie Kim
Birdie Kim (á kóreönsku 김주연) (fædd Ju-Yun Kim) fæddist í Iksan Suður-Kóreu, 26. ágúst 1981 og er því 30 ára. Hún byrjaði að spila golf 11 ára og telur fjölskyldu sína hafa haft mest áhrif á feril sinn. Sem áhugamaður vann hún 19 mót í Kóreu og var í golflandsliði Kóreu. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2004 og þá keppti hún enn sem Ju-Yun Kim. Þann 15. desember 2007 giftist Birdie, Bai Kyu Lee. Meðal áhugamála hennar er lestur góðra bóka. Hún er ekki nýliði hefir áður spilað á LPGA komst inn eftir að hún varð í 4. sæti á Futures Tour 2003. Hún hefir m.a.s. sigrað 1 risamóta kvennagolfsins US Women´s Open 2005.
Carlota Ciganda
Carlota er spænsk frá Pamplóna og fæddist 1. júní 1990 og er því 21 árs. Hún byrjaði að spila golf 5 ára og segir föður sinn hafa haft mest áhrif á feril sinn. Hún spilaði golf með golfliði Arizona State og skaraði fram úr þar, sem og allan áhugamannsferil sinn. Hún skrifaði sig í sögubækurnar í háskólagolfinu þegar hún varð sú fyrsta til að sigra Pac-10 Championship árin 2009 og 2010. Hún vann m.a.British Amateur Championship 2007 og European Championship, árin 2004 og 2008. Hún var í heimsliði áhugamanna f.h. Spánar 2006 og spilaði í European Junior Solheim 2005 og 2007 og var í European Junior Ryder Cup liði Evrópu 2004 og 2006.
Meðal áhugamála hennar eru íþróttir almennt, að horfa á kvikmyndir og vera með vinum sínum. Carlota gerðist atvinnumaður í golfi 2011 Carlota spilaði á LET Access Tour keppnistímabilið 2011 og sigraði Murcia Ladies Open. Snemma nú í ár tók hún þátt í lokaúrtökumóti LET, líkt og Tinna Jóhannsdóttir og komst áfram og hefir því líka keppnisrétt á LET. Hér má sjá kynningarmyndskeið með Carlotu Ciganda: CARLOTA CIGANDA
Loks verður Izzy Beisiegel kynnt:
Izzy Beisiegel er kanadísk og fæddist í Montreal 6. febrúar 1979 og er því nýorðin 33 ára. Izzy byrjaði að spila golf 5 ára og þakkar pabba sínum að hafa kynnt sig fyrir golfíþróttinni og segir hann hafa haft mest áhrif á feril sinn. Árið 1998-1999 var hún í kanadíska landsliðinu í golfi. Hún giftist Daníel Beisiegel 29. febrúar 2000 og tók upp fjölskyldunafn hans en spilaði áður undir fjölskyldunafni sínu: Blais. Izzy spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinu og var í Oklahoma State, þaðan sem hún útskrifaðist með gráðu í alþjóða viðskiptafræði. Izzy gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og spilaði fyrst á Futures eða frá árinu 2002. Þjálfari Izzy er Don Maddox.
Sjá má allt nánar um Izzy með því að skoða heimasíðu hennar HÉR:
Golf1 birti grein um Izzy nú nýlega sem sjá má HÉR:
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024