Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 23:25

PGA: Jason Dufner leiðir þegar Transitions Championship er hálfnað

Það er Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner, sem leiðir á Transitions Championship á Copperhead golfvellinum í Innisbrook Resort í Flórída.  Hann spilaði á 66 höggum í dag líkt og í gær og leiðir á -10 undir pari samtals eða 132 höggum.  Á hringnum í dag spilaði hann skollafrítt og fékk 5 fugla.

Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins, Írinn og Íslandsfarinn, Pádraig Harrington, sem átti afleitan dag á vellinum í dag – eftir frábæran hring í gær upp á 61 högg var hann á 73 í dag – heilum 12 höggum meir en í gær. Hann deilir 2. sætinu með Bandaríkjamaninum William McGirt , sem spilaði líkt og Pádraig á -8 undir pari, þ.e. samtals 134 höggum (66 68).

Fimm kylfingar deildu 4. sætinu:  Chris Couch, George McNeill, Luke Donald, Sang-Moon Bae og Ken Duke. Þeir eru allir búnir að spila á -7 undir pari samtals.

Í 9. sæti eru fjórir kylfingar á -6 undir pari samtals þ.á.m. Sergio Garcia og Jim Furyk.

Til þess að sjá stöðuna þegar Transitions Championship er hálnað smellið HÉR: