Afmæliskylfingur dagsins: Bobby Jones – 17. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Bobby Jones. Fyrir daga Tiger Woods var Bobby Jones stærsta nafnið í golfinu. Hann er einn af þeim stórustu í golfinu! Bobby fæddist í Atlanta, Georgia 17. mars 1902 og eru því 110 ár liðin í dag frá fæðingu þessa mikla golfsnillings. Hann var verkfræðingur (sumar heimildir segja lögfræðingur), sem nam við Georgia Institute of Technology. Bobby dó 18. desember 1971.
Bobby Jones er einn albesti áhugamaður í golfi sem nokkru sinni hefir verið uppi. Bobby er þekktastur fyrir þann mikla fjölda risamóta atvinnukylfinga, sem hann vann eða alls 7: Opna breska þrisvar sinnum árin 1926, 1927 og 1930 og Opna bandaríska 4 sinnum: 1923, 1926, 1929 og 1930. Hann tók einu sinni þátt í Masters og varð T-13 (1934) en tók aldrei þátt í PGA Championship. Síðan vann hann „risamót“ áhugamanna: US Amateur 5 sinnum og European Amateur árið 1930. Samtals vann hann því 13 risamót (eins og þau voru talin á hans tíma, en þá töldu risamót áhugamanna til risamóta) og það í þeim 20 skiptum sem hann tók þátt. Hann náði Grand Slam (þ.e. sigri í öllum risamótum á sama árinu, árið 1930). Og hér er aðeins fátt eitt talið á ferli hans.
Til þess að sjá myndskeið með Bobby Jones smellið HÉR:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Sigríður Th. Matthíesen GR, 17. mars 1946 (66 ára). Sjá má nýlegt viðtal Golf1 við Sigríði með því að smella HÉR: ; Agnes Sigurþórs, 17. mars 1951 meistari GE í kvennaflokki 1980-1984 og 1986-1991 (61 árs); Phillip Archer 17. mars 1972 (40 ára stórafmæli!!!) Nora Angehrn, 17. mars 1980 (32 ára), (svissnesk – LET); Aaron Baddeley, 17. mars 1981 (31 árs) … og …
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024