Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (5. grein af 20) – Thidapa Suwannapura – Mitsuki Katahira – Patcharajutar Kongkraphan og Mi Hyang Lee
Hér verða í dag kynntar þær 4 stúlkur sem deildu 29. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA. Þær eru eftirfarandi:
T29 | T34 | Mi Hyang Lee | -1 | F | 6 | 76 | 72 | 75 | 72 | 71 | 366 |
T29 | T29 | Patcharajutar Kongkraphan | E | F | 6 | 74 | 73 | 72 | 75 | 72 | 366 |
21 – 30 (Priority List Category 16) | |||||||||||
T29 | T19 | Mitsuki Katahira | 1 | F | 6 | 70 | 76 | 73 | 74 | 73 | 366 |
T29 | T11 | Thidapa Suwannapura | 3 | F | 6 | 68 | 80 | 68 | 75 | 75 | 366 |
Eins og sést á töflunni hér fyrir ofan fengu þær Lee og Kongkraphan aukinn keppnisrétt en þær Katahira og Suwannapura sem eru Priority list 20, sem hlýtur minnsta spilaréttinn. Það sem skildi þessar stúlkur að var einungis lokahringur mótsins en þá stóð Mi Hyang Lee sig best.
Hér verður byrjað á Thidöpu Suwannapuru:
Thidapa fæddist í Thaílandi, 20. nóvember 1992 og er því 19 ára. Hún byrjaði að spila golf aðeins 5 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á feril sinn. Thidapa gerðist atvinnumaður í golfi 2011. Hún spilaði sem áhugamaður á Honda LPGA Thailand árin 2006, 2008 og 2010. Hún vann Riverwood Junior Open í Hollandi 2010 og fékk þ.a.l. að spila á LET 2011. i
Meðal áhugamála utan golfsins er að vera í leikjum, hlusta á tónlist og slappa af heima…. og borðtennis. Thidapa er nýliði en hún komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni. Meðal styrktaraðila Thidöpu eru Singha Corporation og PRGR.
Mitsuki Katahira
Mitsuki Katahira fæddist 4. september 1989 í Tokyo í Japan og er því 22 ára. Hún segir foreldra sína hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Meðal áhugamála Mitsuki er að versla, borða og hlaupa. Aðspurð hvaða bandarískum sjónvarpsþætti hún myndi vilja vera á svaraði hún svo að hún myndi vilja vera á Food Channel vegna þess að hún nyti þess svo að borða.
Mitsuki var í Daytona State University – spilaði með golfliði skólans þar og útskrifaðist 2011. Hún gerði garðinn frægan í háskólagolfinu því hún sigraði 9 sinnum þ.á.m. 2010 og 2011 NJCAA National Championship. Eins vann Mitsuki þrívegis mót á vegum American Junior Golf Association (AJGA).
Mitsuki Katahira var m.a. í fyrsta stigi úrtökumóts fyrir LPGA 2011 og varð í 2. sæti á eftir Lexi Thompson; Lexi var á -23 undir pari og Mitsuki kom næst á -13 undir pari. Lexi þurfti sem kunnugt er ekki að fara í lokaúrtökumótið vegna þess að hún sigraði Navistar mótið s.s. öllum er í fersku minni yngst allra til að hafa unnið sigur á LPGA.
Sjá má sveiflu Katahira með því að smella HÉR:
Patcharajutar Kongkraphan
Patcharajutar fæddist í Khonkaen, Thaílandi. Hún byrjaði að spila golf 5 ára. Hún sigraði Asia Pacific Junior Golf Championship árið 2006 og varð í 2. sæti í Sea Games, árið 2007. Patcharajutar gerðist atvinnumaður í nóvember 2009. Hún hefir m.a. unnið 6 mót haldin á vegum China Ladies Professional Golf Association (CLPGA).
Meðal áhugamála Patcharajutar eru að syngja, horfa á kvikmyndir og slaka á. Hún segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á feril sinn.
Mi Hyang Lee
Mi Hyang Lee fæddist í Suður-Kóreu. Hún byrjaði að spila golf 3 ára. Mi Hyang gerðist atvinnumaður 2011 og er alger nýliði á LPGA. Meðal áhugamála utan golfsins er að versla á netinu og lesa skáldsögur. Mesta ástríða hennar utan golfsins er hafnarbolti. Hún komst í gegnum Q-school LPGA í fyrstu tilraun sinni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024