Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2012 | 09:00

Myndskeið: Tiger Woods segist munu spila skynsamara golf eftir því sem hann eldist

Í dag hefst á Bay Hill, Arnold Palmer Invitational. Höfðinginn gamli Arnold Palmer fylgist enn vel með öllu í heimi golfsins og honum finnst stundum „gamla Tiger” bregða fyrir… þeim sem við golfáhugamenn þráum svo mjög að sjá aftur. En hann (Arnold Palmer) sér líka minniháttar breytingar á sveiflu Tigers af völdum Sean Foley, sem hann hefir sínar efasemdir um.

„En… ég hugsa að hann sé nógu sterkur og klár og hann hefir allt til að gera það sem hann (Tiger) gerði alltaf áður….”  ….. (sigra?) „Þannig ef ég ætti að vera með spá þá myndi ég segja: „varið ykkur, vegna þess að einn þessara daga á hann eftir að koma aftur og spila ansi hreint gott golf.”

Hvort það gerist á Arnold Palmer Invitational kemur í ljós í kvöld og næstu helgi. Og farið í engar grafgötur um það, Tiger vill að við vitum að hann sé til.

Hann hélt blaðamannafund fyrir mótið (sjá myndskeið hér fyrir neðan), þar sem hann sagði m.a.: „Mér líður frábærlega,” og í framhaldinu m.a. að eftir því sem hann eltist eða þegar hann væri meiddur yrði hann bara að vera þeim mun klárari við æfingar og úti á velli. Tíðari meiðsl væru algeng með hækkandi aldri. Ef t.d. ökklinn væri meiddur yrði bara að einbeita sér að því að æfa aðra parta líkamans og sjá til þess að þeir hefðu sprengikraftinn sem til þyrfti.

Tiger var í grænum bol í viðtalinu og khaki buxum. Svona smá djúpsálfræðileg pæling: Kannski er hann ómeðvitað eða jafnvel meðvitað að segja okkur að í nánustu framtíð muni það vera græni  liturinn sem hann klæðist ….. vonandi í lok The Masters!

Heimild: PGA Tour

Til þess að sjá myndskeið þar sem Tiger svarar spurningum blaðamanna fyrir Bay Hill mót Arnold Palmer smellið HÉR:

Til þess að sjá fréttir dagsins af móti dagsins á PGA Tour, Arnold Palmer Invitational smellið HÉR: