Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2012

Það er Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristín er fædd 23. mars 1963 og vantar því ár upp á að um stórafmæli sé að ræða! Kristín er úr mikilli, landsfrægri golffjölskyldu úr Hafnarfirðinum, sem öll eru í Golfklúbbnum Keili . Af fjölmörgum afrekum fjölskyldu Kristínar á golfsviðinu nægir að nefna að bæði dóttir hennar Jódís og sonur hennar Axel Bóasson hafa spilað á Eimskipsmótaröðinni, og Axel er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011. Kristín sjálf sigraði 1. flokk á Íslandsmóti 35+, árið 2011  auk þess sem hún hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og er næstum alltaf með þeirra efstu.

Kristín í hlutverki kylfubera fyrir dóttur sína Jódísi. Mynd: Golf 1

Kristín er gift Bóasi og eiga þau tvö börn Axel og Jódísi.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:
F. 23. mars 1971
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is