Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2011 | 15:26

GSG: Vetrarmót n.k. sunnudag – 16. október 2011

Í tilkynningu frá Golfklúbbi Sandgerðis segir eftirfarandi:

„Golfklúbbur Sandgerðis verður með golfmót alla sunnudaga í vetur. Þetta er að sjálfsögðu háð veðri.

Fyrsta mótið verður sunnudaginn 16. okt.

Boðið verður uppá vöfflur og/eða súpu og er innifalið í mótsgjaldinu.

Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is“

Fjölmennum á frábæran 18 holu Kirkjubólsvöll á sunnudaginn!