Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2012 | 20:55

Evróputúrinn: Phillip Price leiðir á Trophée Hassan II í Marokkó

Það er Walesverjinn Phillip Price, sem leiðir eftir 2. hring á Trophée Hassan II. Phillip er búinn að spila á -10 undir pari, samtals 134 höggum (68 66).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Spánverjinn José Manuel Lara og í 3. sæti er Svíinn Joel Sjöholm enn öðru höggi á eftir Price.

Líkt og hjá stelpunum á LET, sem líka eru að spila í Marokkó var hvasst í dag og því öllu spili frestað í 5 tíma og svo náðu ekki allir að ljúka leik.  Staðan getur því enn breyst en mótinu verður fram haldið á morgun.

Til þess að sjá stöðuna þegar Trophée Hassan II er hálfnað smellið HÉR: