Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (9. grein af 20) – Lizette Salas, Danah Bordner, Veronica Felibert og Lacey Agnew
Búið er að kynna 5 stúlkur af 9, sem urðu í 20. sæti á lokaúrtökumóti LPGA í desember s.l. Hér verða hinar 4 kynntar sem urðu í 20. sæti en það eru:
T20 | T19 | Lizette Salas | E | F | 5 | 72 | 78 | 71 | 72 | 72 | 365 |
Top-20 (Priority List Category 11) | |||||||||||
T20 | T53 | Danah Bordner | -4 | F | 5 | 72 | 72 | 76 | 77 | 68 | 365 |
T20 | T34 | Veronica Felibert | -2 | F | 5 | 76 | 73 | 74 | 72 | 70 | 365 |
T20 | T29 | Lacey Agnew | -1 | F | 5 | 76 | 73 | 71 | 74 | 71 | 365 |
Byrjum á Lacey Agnew.
Lacey Agnew er fædd 12. nóvember 1987 og er því 24 ára. Hún byrjaði að spila golf 14 ára og segir föður sinn hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði. Meðal áhugamálanna er hverskyns íþróttir sem stunda má utandyra, körfubolti, tennis og borðtennis að fara í ræktina og lestur góðra bóka.
Lacey spilaði golf með golfliði Florida State University þar sem hún varð 5 sinnum meðal efstu 10 á síðasta ári sínu og eins sigraði hún Pinehurst Challenge 2010. Lacey átti m.a. hring upp á 65 á Cougar Classic en þar með jafnaði hún lægsta skor á Florida State all-time.
Lacey Agney gerðist atvinnumaður 2010 eftir útskrift og spilaði fyrstu 2 árin á Symetra þar sem besti árangur hennar er T-9th árangur á Vidalia Championship, árið 2011.
Lacey er alger nýliði á LPGA og komst í gegn í fyrstu tilraun. Hún lenti í umspili þessara 9 stúlkna sem lentu í 20. sæti en fékk því miður bara Priority List Category 16 spilarétt á LPGA en Lizette Salas sú sem vann umspilið fullan þátttökurétt.
Veronica Felibert
Veroníca Felibert er frá Caracas í Venzuela. Hún fæddist 30. júní 1985 og er því 26 ára. Til þess að sjá vefsíðu með myndum af henni smellið HÉR:
Veroníca byrjaði að spila golf 7 ára og segir foreldra sína hafa haft mest áhrif á að hún lagði golfið fyrir sig. Meðal áhugamála hennar eru að fara að „jogga“ að elda og verja tíma með fjölskyldu og vinum og eins að versla og borða sushi, dansa og horfa á kvikmyndir.
Hún átti mjög góðan áhugamannaferil vann meistarakeppni unglinga í golfi í Venezuela árið 1997 og var venezuelskur meistari í holukeppni 2000-2002. Á háskólaárum sínum spilaði hún golf með liði University of Southern California þar sem hún vann tvívegis. Veronica útskrifaðist 2008 með gráðu í viðskiptafræði. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og spilaði á Symetra Tour 2010 og 2011, þar sem besti árangur hennar var T-5 Pennsylvania Classic 2011.
Danah Bordner
Danah Bordner fæddist 12. desember 1980 og er því 31 árs. Meðal áhugamála hennar er að horfa á kvikmyndir, lesa, spila tennis, fara í ræktina, verja tíma með fjölskyldu og vinum, versla og elda.
Pabbi Dönuh, Denny og bróðir hennar, Ryan eru PGA golfkennarar í Pleasant Run GC og Sarah Shank GC, í Indianapolis.
Danah var við nám í College Indiana University og útskrifaðist með gráðu í íþróttafréttamennsku (í hljóð- og sjónvarpi) og spilaði að sjálfsögðu golf á háskólaárum sínum.
Danah gerðist atvinnumaður í golfi árið 2005 og hefir í 5 ár spilað á Duramed Futures túrnum, allt frá 27. janúar 2005.
Hún hefir alls unnið sér inn $78,189 (u.þ.b. 10 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé á ferlinum, sem verður að teljast fremur lítið á 5 árum, en hún hefir haldið sér á floti með því að gera góða styrktarsamninga, m.a. við Martha´s vineyard.
Til þess að sjá feril Dönuh á Duramed Futures túrnum, smellið HÉR:
Í desember 2010 tók Danah þátt í lokaúrtökumóti LPGA Q-school, sem fram fór á Legends og Champions golfvöllunum í Flórída og varð jöfn öðrum í fjórða sæti (T-4). Hún var því nýliði í fyrra 2011, en varð að fara aftur í Q-school til þess að endurnýja kortið sitt.
Lizette Salas
Lizette fæddist í Azusa, Kaliforníu 17. júlí 1989 og er því 22 ára.
Lizette byrjaði að spila golf 7 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Áhugamál utan golfsins eru körfubolti, að dansa zumba, að versla og tónlist. Fyrir utan golf er uppáhaldið suður-amerískir dansar.
Lizette spilaði golf í University of Southern California (USC) og vann m.a. 3 sinnum og var tilnefnd Pacific Athletic Conference-10 nýliði ársins 2008 og var leikmaður ársins 2009 og 2011 og auk þess þrívegis Pac-10 All-Conference First Team selection (2009-2011) og tvisvar NGCA All-American First Team selection (2009, 2011).
Í júní 2011 gerðist Lizett atvinnumaður. Hún spilaði á Symetra Tour 2011 og var besti árangur hennar þar T-4 á Island Resort Championship.
Lizette komst á LPGA í fyrstu tilraun og ekki nóg með það sigraði í umspili 9 stúlkna sem allar urðu í 20. sæti um 1 lausa sætið til að hljóta fullan spilarétt á LPGA.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024