Viðtalið: Sergei Revinenko frá Rússlandi
Í gær birtist grein hér á Golf1.is um báða golfvelli Kazakhstan, Nurtau og Zhailjau. Já, vellirnir eru bara tveir í stærsta landlukta ríki heims. Og þeir eru ekki öllu fleiri Rússlandi s.s. fram kemur í viðtali kvöldsins, við eiganda einu golfferðaskrifstofu Rússlands, Sergei Revinenko. Farið var að spila golf í Rússlandi 2 árum fyrr en í Kazakhstan, þ.e. árið 1989. Merkilegt að í einu fjölmennasta ríki heims (en í Rússlandi er talið að um 1050 milljónir búi) skuli aðeins vera 15 golfvellir og 2 sem verið er að byggja!
Ég var svo heppin að fá að spila golf við Sergei Revinenko í ferð í boði ferðamálaráðs Cádiz héraðs dagana 3.-5. maí s.l. sem lauk með þátttöku í Cádiz Cup á Arcos Gardens 5. maí 2011.
Tekin voru 7 viðtöl við þátttakendur Cádiz Cup og hafa 4 nú þegar birtst. Hin 3 viðtölin birtast hér á næstu dögum og fer það fyrsta hér í kvöld:
Nafn: Sergei Revinenko.
Hvar fæddistu? Kharkov, í Ukraínu, 5. ágúst 1948.
Hvar ertu alinn upp? Í Moskvu.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er kvæntur og á 1 son. Við spilum öll golf.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Árið 2005.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Það var hrein tilviljun. Ég fór að selja golfferðir og fannst ég verða að hafa einhverja þekkingu á golfi.
Hvað starfar þú? Ég er eigandi einu golfferðaskrifstofu Rússlands.
Hvað telur þú að séu margir kylfingar í Rússlandi og hverjir eru vinsælustu golfáfangastaðirnir utan Rússlands? Ætli það séu ekki svona 6000 kylfingar í Rússlandi og þeir staðir sem eru vinsælastir eru Jamaíka, Tyrkland, Spánn, Ítalía, Malasía og Thaíland. Svo er eitthvað um ferðir til Egyptalands.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Báða – mér finnst skógarvellir skemmtilegir en er vitlaus í linksarana.
Hvað eru margir golfvellir í Rússlandi? Sergei hélt að þeir væru 10 (fimm 18 holu og fimm 9 holu) – en skv. upplýsingum Golf1.is eru þeir nú 15 og verið að byggja 2 (enda ár síðan viðtalið við Sergei var tekið).
Hver er besti golfvöllurinn í Rússlandi? Tseleevo Golf & Country Club. (Innskot: Hann er hannaður af Jack Nicklaus – sem sjálfur telur hann vera einn af 10 bestu golfvöllum, sem hann hefir hannað).
Hver er elsti golfklúbbur í Rússlandi? Það er Moscow City Golf Club á Dovzhenko götu, en hornsteininn að þessum fyrsta velli lagði hokkíleikmaðurinn sænski, Sven Tumba Johanson, 15. september árið 1987.
Hvernig gerist fólk félagar í golfklúbbum í Rússlandi? Í raun er það skv. boði eða meðmælum – þetta er enn talin íþrótt heldri manna og ekki almenningsíþrótt og erfitt að sannfæra fólk um að þetta sé fjölskylduíþrótt sem góð sé fyrir heilsuna í staðinn fyrir íþrótt, sem frátekin er fyrir elítuna.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir hvar sem er í heiminum? Það er Halmstad völlurinn í Svíþjóð; völlurinn við European PGA Club á Írlandi og í raun írskir linksarar s.s. Doonbeg.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Wild Coast Sun GC í Suður-Afríku vegna kaddýana og kvennanna þar.
Hvað ertu með í forgjöf? 26.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 95 högg á Pirogovo golfvellinum í Moskvu-borg.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, körfubolta og tennis.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkurinn þinn, uppáhaldstónlistin þín, uppáhaldskvikmyndin þín og uppáhaldsbókin þín? Uppáhaldsmaturinn er Pirogi; uppáhaldsdrykkurinn er te með sítrónu; uppáhaldstónlistinn er jazz og klassík t.d. Rachmaninov; ég á enga uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbókin er „Psychology of Golf“ eftir Bob Rotella.
Hverjir eru uppáhaldskylfingarnir nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? KK: Pádraig Harrington. KVK: Sörenstam – ég hef heyrt mikið um hana og mér líkar afstaða hennar til íþróttarinnar.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum hjá mér er TaylorMade dræver; Odyssey pútter; Pine Meadow járn, ég tek Adams rescue kylfur fram yfir tré. Uppáhaldskylfan er PW-ið mitt.
Hvert er meginmarkmiðið í lífinu? Ég vildi gera allt til þess að sonur minn verði hamingjusamur.
Hvað finnst þér best við golfið? Það er margt eins og t.d. göngutúrinn sem maður fær sér í náttúrunni og nýir áfangastaðir, það er hægt að fylgjast með villtri nátúrunni og ríku dýralífi t.d. mismunandi fuglategundum og í Nepal þar sem ég spilaði golf umkringdur öpum og dádýrum.
Á morgun hefst ný greinaröð hér á Golf1.is, þar sem fjallað verður um golfvelli í Rússlandi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024