Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 12 – Club Lomas de Sancti Petri Golf Garden
Í gær var rangt farið með í grein um golfvelli í Kazakhstan að búið væri að skrifa 9 greinar um velli í Cádiz á Spáni – það rétta er að búið er að skrifa 11 greinar og þar af eina grein í 4 hlutum um Arcos Gardens og því eru greinarnar orðnar 14 í þessum greinaflokki. Hið rétta er að eftir er að fjalla um 9 velli í Cádíz eftir þessa hér sem er um Club Lomas de Sancti Petri Golf Garden.
Club Lomas de Sancti Petri Golf Garden golfvöllurinn var hannaður af Manuel Piñero og er sá nýjasti af Sancti Petri völlunum. Fyrri 9 holurnar voru teknar í notkun í júlí 2006 og seinni voru teknar í notkun snemma næsta ár.
Völlurinn er frekar stuttur parið er 68 og hann er „aðeins“ 4767 metra af hvítum teigum; 4606 metra af gulum, og 4094 metra af rauðum.
Völlurinn er mjúkur með brautum sem fara í sikk sakk, Mikið er af krefjandi vatnshindrunum og sandglompum, fjöldi trjáa er til staðar og flatirnar eru stórar, bylgjandi með nokkru „breaki“. Þetta er svona miðlungs völlur að erfiðleika fær einkunina 3 á skala þar sem 1 er auðveldur völlur og 5 erfiður.
Í klúbbhúsinu eru öll hugsanleg huggulegheit.
Þetta er völlur sem er „á leiðinni“ sé t.a.m. keyrt frá Costa Ballena og til Malaga. Hægt er að komast auðveldlega á völlinn ef keyrt er eftir N-340 (Cádiz-Malaga) til Chiclana og síðan bara fylgt merkingum á Sancti Petri.
Upplýsingar:
Komast má inn á heimasíðu Club Lomas en þar er m.a. uppdráttur af vellinum og upplýsingar um hverja holu í skorkortsstíl auk þess sem mynd er af hverri braut. Smellið HÉR:
Heimilisfang: Urb. Lomas de Sancti Petri s/n Chiclana de la Frontiera 11139 Cádiz
Símar: +34 956 498176 + 34 956 498491
Tölvupóstur: info@golflomas.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024