Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 15:00

Kathy Whitworth verður fyrirliði unglingaliðs Bandaríkjanna í Solheim Cup

Það er liðinn áratugur síðan nafn Kathy Whitworth tengdist Solheim Cup. Hinn 88-faldi sigurvegari á LPGA snýr sér aftur að fyrirliðastörfum 2013 þar sem hún hefir tekið að sér að gegna starfi fyrirliða bandaríska unglingaliðs Solheim Cup.

Whitworth, 72 ára, hefir tvívegis verið valin fyrirliði Solheim Cup og leiddi lið Bandaríkjanna í fyrstu keppninni milli heimsálfuliðanna 1990.  Hún hætti við að taka að sér fyrirliðastarfið 1992 vegna fjölskyldukrísu. Að þessu sinni mun hún leiða 12 bestu unglingsstúlkur Bandaríkjanna í golfi, þegar þær hyggjast næla sér í 3 sigurinn í röð gegn liði Evrópu.  Whithworth er virk í unglingastarfi þar sem hún er gestgjafi árlegs stúlknamóts í golfi sem ber nafnið Kathy Whitworth Invitational og fer fram í Mira Vista GC í Fort Worth, Texas.

„Ég veit hversu mikla þýðingu Solheim Cup hefir haft fyrir mig og ég veit að Ping Junior Solheim Cup er á toppi listans hjá þessum kylfingum“, sagði Whitworth said. „Ég vil að kylfingarnir skemmti sér og ég veit að ég mun gera það.“

Whitworth sigraði a.m.k. 1 mót á LPGA á hverju ári, á árunum 1962 – 1978, sem er lengsta tímabil sigurs í sögu LPGA og hún var valin íþróttamaður ársins af AP á árunum 1965 og 1967.  Kathy er í frægðarhöll kylfinga.

Heimild: Golf Week

Hér má sjá grein sem áður hefir birtst á Golf1.is um KATHY WHITWORTH