Kylfingar 19. aldar – Nr. 2 Tom Morris yngri – I. hluti af 3
Tom Morris yngri f. 20. apríl 1851 – d. 25. desember 1875 líka þekktur sem hinn ungi Tom Morris var einn af frumkvöðlum atvinnumennsku í golfi og var fyrsta undarbarnið í sögu golfsins. Hann vann Opna breska 4 sinnum í röð, sem engum öðrum hefir tekist og hann var búinn að afreka þetta allt við 21 árs aldurinn.
Tom Morris yngri var fæddur í „vöggu golfíþróttarinnar”, St. Andrews, Fife í Skotlandi og dó þar á jóladag 1875, aðeins 24 ára. Pabbi hans Old Tom Morris var golfvallarstarfsmaður og golfkennari á St. Andrews linksaranum. Fyrsta sigur sinn vann Tom Morris yngri, 1868, þá 17 ára og varð þar með yngsti meistari í golfsögunni, en það er met sem enn stendur.
Menntun
Í mörg ár var talið á grundvelli skírnarvottorðs að Morris yngri hefði verið fæddur 10. maí 1851, en árið 2006 fannst fæðingarvottorð hans í Edinborg í Skotlandi og þá kom í ljós réttur fæðingardagur 20. apríl 1851. Tom yngri fluttist ungur frá St. Andrews til Prestwick, þar sem pabbi hans starfaði sem golfkennari og golfvallarstarfsmaður. Tom yngri fékk að stunda nám í hinu virta fræðasetri Ayr Academy, fram á unglingsár. Morris fjölskyldan var nefnilega sífellt að verða betur stæð og hafði því efni á dýru einkaskólunum og skólagjöldum upp á 15 pund á ári: en þetta var jafngildi 1000 punda árið 2000. Í Akademíunni lærði Tom yngri með sonum aðalsmanna og ríkra viðskiptajöfra og nýtti menntunina til góðs í golfleik sínum og persónulegum tengslum og samböndum.
Mótunarárin í golfinu
Morris yngri lærði að spila golf ungur á Prestwick Golf Club linksaranum, sem var byggður af föður hans, Tom Morris eldri, sem var golfvallarstarfsmaður og golfkennari klúbbsins, árið 1851. Hann sinnti ekki kaddýstörfum eða kylfusmíði eins og var venja ungra kylfinga þess tíma; hann var fyrsti toppkylfingurinn til þess að sleppa þessu.
Tom Morris yngri vann pabba sinn í golfi í fyrsta skipti 13 ára gamall árið 1864 í vinsamlegum leik þeirra á milli á St. Andrews, en á þeim tíma var pabbi hans meistari Opna breska. Rétt fyrir 13 ára afmælisdag sinn ferðaðist Tom yngri með pabba sínum á mót í Perth í apríl 1864, en mátti ekki keppa hvort heldur var sem atvinnu- eða áhugamaður. Skipuleggjendur mótsins komu þess í stað á keppni milli Tom Morris yngri og ungum golfmeistara frá staðnum. Tom yngri vann keppnina með yfirburðum og fékk í verðlaun 5 pund, sem var umtalsverð fjárhæð á þessum tíma; það var mikill áhorfendaskari sem fylgdist með ungu kylfingunum tveimur. Með skorinu sem Tom yngri var á myndi hann hafa unnið aðalkeppnina.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024