Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2012 | 11:00

Opna Vormót GKJ II fer fram n.k. laugardag

Opna vormót GKJ II verður haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ laugardaginn 31. mars. Ræst verður út frá kl. 8:00-14:00 og leikið inná sumarflatir. Mótið verður 14 holu höggleikur og punktakeppni m/forgjöf hæst gefið 19 hjá körlum og 22 hjá konum (hlutfalla af því það eru 14 holur). Verðlaun verða Gjafabréf á golfvörur, fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki.Höggleikur án forgjafar:
1. Gjafabréf að verðmæti kr. 15 þús.
2. Gjafabréf að verðmæti kr. 10 þús.
3. Gjafabréf að verðmæti kr. 5 þús.Punktakeppni m/forgjöf:
1. Gjafabréf að verðmæti kr. 15 þús.
2. Gjafabréf að verðmæti kr. 10 þús.
3. Gjafabréf að verðmæti kr. 5 þús.

Nándarverðlaun á par 3 holum vallarins

Skráning HÉR: