Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (11. grein af 20) – Victoria Tanco og Ayaka Kaneko
Nú er komið að því að kynna seinni 2 stúlkurnar af 5, sem urðu í 15. sæti á lokaúrtökumóti LPGA, Victoria Tanco og Ayaka Kaneko í desember s.l. Báðar eru komnar með fullan þátttökurétt á LPGA keppnistímabilið 2012.
Byrjum á Ayaka Kaneko.
Ayaka Kaneko (金子絢香)er japönsk og fæddist 24. janúar 1990 og er því 22 ára. Pabbi hennar spilaði hafnarbolta fyrir Chunichi Drekana (var atvinnumaður). Ayaka ólst upp á Hawaii þar sem hún vann þegar á unga árum fjölda móta og var hluti afrekskylfinga golfsambands unglinga í Hawaii (ens.: Hawaii Junior Golf Association).
Kaneko átti góðan áhugamannaferil. Fyrir 6 árum, 2006, aðeins 16 ára varð hún í 2. sæti á Callaway Golf Junior World Golf Championship og var í fjórðungsúrslitum í US Women´s Amateur Championship 2006. Árið eftir, 2007 var hún Rolex Junior All-American First Team selection. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með Pepperdine.
Ayaka gerðist atvinnumaður í golfi 2009. Árin 2010 og 2011 keppti hún á Symetra mótaröðinni, þar sem besti árangur hennar var 2. sætið á Vidalia Championship, árið 2011. Nú er hún komin á LPGA.
Vicoria Tanco.
Victoria Tanco er frá Argentínu; fæddist 25. febrúar 1994 og er því nýorðin 18 ára. Hún byrjaði að spila golf 6 ára og á einn bróður Nicolas. Meðal áhugamála hennar utan golfsins er að horfa á kvikmyndir, lestur góðra bóka, að spila UNO spilið, og spila borðtennis. Ef hún hefði þurft að vinna fyrir sér með öðrum hætti en á LPGA þá myndi hún hafa reynt að verða sálfræðingur vegna þess að hún nýtur þess að hlusta á fólk og hjálpa því með vandamál þeirra.
Tanco komst á LPGA í fyrstu tilraun. Hún gerist atvinnumaður í desember í fyrra þ.e. 17 ára. Tanco átti frábæran áhugamannsferil, þótt stuttur hafi verið. Hún vann AJGA Rolex Girls mótið 2008, AJGA Rolex Tournament of Champions 2009, AGJA Annika Invitational 2010 og Western Amateur Championship 2011. Tanco var valin AJGA Rolex leikmaður ársins árin 2008 og 2009.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024