Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2012 | 08:00

GA: Stefanía og Vigfús Ingi sigruðu í púttmótaröð GA

Púttmótaröð GA lauk 22.mars. Alls voru 8 mót hjá körlum og 8 mót hjá konum. Sigurvegarar voru þau Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Vigfús Ingi Hauksson. Stefanía Kristín var með 190 pútt það voru 6 mót af 8 sem töldu. Vigfús Ingi sigraði í karlaflokki var með 185 pútt. Verðlaunaafhending fór fram í lokagleði sem fram fór á föstudagskvöldið 23. mars (þ.e.a.s. fyrir viku síðan) í Golfhöllinni.

Golf 1 óskar þeim Stefaníu Kristínu og Vigfúsi Inga innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Stefanía Kristín og Vigfús Ingi púttmeistarar GA 2012.

Heimild: gagolf.is