Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2011 | 15:30

LPGA: Na Yeon Choi leiðir í Malasíu eftir 3. dag

Nr. 4 á Rolex-heimslistanum, Na Yeon Choi, hefir tekið forystuna á LPGA Sime Darby mótinu í Malasíu.

Na Yeon kom inn á 67 höggum og er því samtals á -12 undir pari (66 68 67) eða samtals 201 höggi.  Na Yeon fékk 5 fugla og 1 skolla á par-3, 5. brautina.

Forystan er naum því aðeins 1 höggi á eftir er bandaríski kylfingurinn Brittany Lang (66 67 69) en hún virðist spila verr með hverjum hring.  Í 3. sæti er hin spænska Azahara Munoz, aðeins 2 höggum á eftir Na Yeon.

Fjórða sætinu deila 3 kylfingar, allar á samtals 205 höggum:  Nr. 1 í heimi Yani Tseng, fyrirmynd hennar Se Ri Pak og bandaríska stúlkan Stacy Lewis, sem var í forystu í gær.

Í 7. sætinu er Suzann Pettersen og því 8. deila stórkanónurnar Paula Creamer og Michelle Wie. IK Kim er síðan í 10. sæti og þýska W-7 módelið Sandra Gal er í 11. sætinu. Af öðrum keppendum mætti helst nefna að Caroline Hedwall deilir 15. sæti með 3 öðrum, sem spilað hafa hringina 3 á 211 höggum og eru því 10 höggum á eftir Na Yeon.

Með því að smella hér má sjá stöðuna eftir 3. dag: SIME DARBY LPGA MALASÍA