Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 22:55

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og lið Wake Forest urðu í 12. sæti á Liz Murphey

Í dag lauk  í Athens í Georgíu, á golfvelli University of Georgia, Liz Murphey Collegiate Classic. Þátttakendur voru 90 kylfingar frá 18 háskólum.

Meðal þáttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods og lið Wake Forest.

Ólafía Þórunn lauk leik á samtals +13 yfir pari, samtals 223 höggum (76 77 76) og deildi 56. sæti með öðrum. Hún var á 3. besta skorinu í liði sínu.

Cheyenne Woods spilaði best allra í liði Wake Forest var á samtals -1 undir pari, samtals 215 höggum (73 69 73) og varð í 12. sæti.

Lið Wake Forest varð í 12. sæti.

Til þess að sjá úrslitin í Liz Murphey Collegiate Classic smellið HÉR: